Skógur sem vörn gegn hugsýki – og fleiri eymslum: Hvað segja vísindin? er umfjöllunarefni Aðalsteins Sigurgeirssonar í skemmtilegum og einkar áhugaverðum hlaðvarpsþætti í Hlöðunni hlaðvarpsveitu Bændablaðsins (tengill hér). Aðalsteinn er varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og fagmálastjóri hjá Skógræktinni og þekkir manna best þau margvíslegu áhrif sem skógar hafa. Hér gerir hann úttekt á þeim jákvæðu áhrifum sem dvöl í skógi hefur á andlega heilsu okkar en erindið byggir hann á ritrýndum vísindagreinum ásamt eigin reynslu. Hér eru á ferðinni spennandi fróðleiksmolar sem félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér. Þeir sem vilja skoða heimildir nánar, eða vilja lesa texta freka en hlýða á Aðalstein geta nálgast erindið með tilvísunum í heimildir hér.

