Fréttir

Skógræktarfélag Reykjavíkur kaupir jörð í Borgarfirði

Skógræktarfélag Reykjavíkur keypti jörðina Múlastaði í Flókadal í  nú í febrúar. Jörðin er um 650 hektarar að stærð og vel fallin til skógræktar, með aflíðandi hlíðum. Ræktunarsamningur er nú þegar í gildi við Vesturlandsskóga um hluta jarðarinnar eða 370 hektara. Þá hefur stjórn félagsins ákveðið að sækja um aðild að Landgræðsluskógum með hluta jarðarinnar og hafnar eru viðræður um það.

Húsakostur er frekar lélegur en ákveðið hefur verið að gera íbúðarhúsið upp og nota það sem starfsmannahús hluta úr ári og ef vel tekst til verður það boðið félagsmönnum til útleigu.

Jörðin kostaði 56 milljónir króna og er af félaginu hugsuð sem langtímafjárfesting. Jörðinni fylgja nokkur hlunnindi, svo sem malarnáma og veiðiréttur í Flókadalsá.
mulastadir