Fréttir

Skógargöngur í Heiðmörk í sumar í samstarfi við FÍ

Gengist verður fyrir skógargöngum í Heiðmörk næsta sumar, í samstarfi Skógræktarfélags Reykjavíkur og Ferðafélags Íslands. Skógargöngurnar verða í léttara lagi, tveggja til þriggja klukkutíma langar. Fararstjórar verða Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson.

Skógargöngurnar verða þriðja fimmtudag mánaðarins í júní, júlí, ágúst og september. Þ.e.a.s. 17. júní, 15. júlí, 19. ágúst og 16. september. Lagt verður upp klukkan 18:00.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Viðburðurinn verður auglýstur þegar nær dregur. Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands má nálgast á síðu félagsins.