Fréttir

Skógarblót í Öskjuhlíð 24. júní

Ásatrúarfélagið og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir skógarblóti í Öskjuhlíð, 24. júní. 

Skógarblótið verður nærri hofi Ásatrúarfélagsins, austan við Háskóla Reykjavíkur og Nauthól. Safnast verður saman um klukkan 17. Helgiathöfn hefst nokkru síðar auk þess sem tré verður gróðursett.

Ásatrúarfélagið og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa staðið fyrir skógarblótum nokkur undanfarin ár. Þetta er kyngimögnuð stund fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi. 

Boðið er upp á ketilkaffi. Öll velkomin.

Viðburðurinn er hluti af dagskránni „Líf í lundi“. Það er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins sem skógaraðilar á Íslandi standa að í sameiningu.