Fréttir

Nágranninn Waldorf

Þegar litið er á helstu verk þessa viku má nefna giriðngavilhald Gústafs og Ísaks á Múlastöðum, sérpantanir ýmsar af planinu í Heiðmörk og Esjustígahugleiðngar. Þessi færsla verður þó tileinkuð nágranna okkar, Waldorffskóla, en þangað fóru Sævar og Hlynur undir leiðsögn Súsönnu. Tilfellið var að krakkarnir þar voru með opinn dag á Laugardaginn og vildu smíða hefðubundið indiánatjald og þurftu til þess súlur í tjaldið. Sævar er þar á heimavelli og með þrautþjálfuðum augum hans agreiddum við á annan tug sérvaldra súla. Eins og fyrr segir kíktum við til náganna okkar og hér eru nokkrar myndir því til stuðnings.

Waldrofsskóli (1) Indiánasúlurnar fluttar af íslenskum Waldorf-indiánum

Waldrofsskóli (2) Kaffistofan í náttúrulegum stíl.

Waldrofsskóli (6) Króðurker byggt í anda sólargeislanna.

Waldrofsskóli (3) Stórskemmtilegar hleðslur

Waldrofsskóli (5) Nýleg gróðurker fyrir yngstu krakkana.

Waldrofsskóli (7) Frumleg og skemmtileg ræktunarker

Ellidavatnsbærinn (2) Að lokum er ég ein skemmtileg vormynd af Elliðabænum.