Fréttir

Jólatré handa Norðlingaskóla

kak_norl_15_des_09

Í morgun komu nemendur og kennarar Norðlingaskóla í sinni árlegu ferð til að velja og sækja jólatréð  fyrir skólann. Veðrið var með besta móti eftir ólætin í liðinni viku. Byrjað var  í dagrenningu á kakói og varðeldi í Rjóðrinu, síðan leitað að rétta trénu í Bæjarhólnum, það fellt og flutt niður á plan við Elliðavatnsbæinn.

Á efstu myndinni má sjá nemanda að lokinni kakódrykkju í leit að rétta trénu. Á mið myndinni er tréð flutt með sameiginlegu átaki niður að bænum.

niur_bjarhlinn_15_des_09

Á neðstu myndinni eru 1. bekkingar að velta sér í brekkunni neðan við bæinn. Í fjarska má sjá Norðlingaholtið.

1._bekkur__brekku_norl.skli__15_des_09