Fréttir

Jólaskógurinn

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, opnaði jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á Laugardaginn með því að fella fyrsta jólatréið.

Frétt hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVF80D5F6A-CF1A-4BF1-86C2-726FD44C18AEdagur_og_jlasveinninn

Það er sterk hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Heiðmörk á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré.  Jólaskógurinn er í Hjalladal í Heiðmörk og er leiðin vel merkt hvort sem ekið er frá Suðurlandsvegi um Rauðhóla eða frá Vífilsstaðavatni inn í Heiðmörkina.

Í ár verður opið í Hjalladal helgarnar 7.-8., 14.-15. og 21.-22. desember, kl. 11-16. Alla daga verður líf og fjör, jólasveinarnir verða á staðnum og varðeldur mun loga glatt. Boðið er upp á heitt kakó, piparkökur og jólasöng.