Fréttir

Jólamarkaður – opið fyrir umsóknir

Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk verður allar aðventuhelgar 2021. Með markaðnum vill Skógræktarfélag Reykjavíkur stuðla að ævintýralegri skógarupplifun í vetrarparadísinni Heiðmörk. Lögð er áhersla á ljúfa og notalega stemmningu en heimsókn á Jólamarkaðinn í Heiðmörk hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá fjölmörgum.

 

Á markaðinum selur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólatré og aðrar skógarafurðir. Boðið er upp á spennandi dagskrá fyrir gesti þar sem rithöfundar lesa úr verkum sínum, tónlistarfólk flytur ljúfa tóna og hægt er gæða sér á kakó, kaffi og kræsingum á viðráðanlegu verði í kaffistofunni. Handverksmarkaðurinn er órjúfanlegur hluti Jólamarkaðarins í Heiðmörk en þar geta gestir keypt spennandi vörur til gjafa eða eigin nota.

 

Handverksmarkaður

Söluaðilum býðst að leigja söluborð eina eða fleiri aðventuhelgar. Sérstök áhersla er lögð á handverk úr náttúrulegum efnum sem og innlenda matargerð og snyrtivörur. Markaðsborð eru staðsett í tveimur samliggjandi sölum í Elliðavatnsbænum og í kofum á útisvæði. Söluaðilar fá borð (150×80 cm), stóla og aðgang að rafmagni. Svæðið er fallega skreytt og upplýst. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um markaðsetningu og kynningu bæði í hefðbundnum miðlum og á samfélagsmiðlum.

 

Á handverksmarkaðnum er lögð áhersla á:

· Vandaðar handunnar vörur úr náttúrulegum efnum.

· Listhandverk úr viði eða með vísun í skógarmenningu.

· Innlend matvæli og snyrtivörur.

· Umhverfisvænar vörur.

 

Jólamarkaðurinn er opin allar aðventuhelgar kl. 12 – 17.

Fyrsta aðventuhelgin ● 27. – 28. nóvember

Önnur aðventuhelgin ● 4. – 5. desember

Þriðja aðventuhelgin ● 11. – 12. desember

Fjórða aðventuhelgin ● 18. – 19. desember

 

Umsóknarfrestur og verð

Umsóknarfrestur er til miðnættis 24. október á netfangið jolamarkadur (hjá) heidmork.is.

 

Umsókninni skal fylgja:

-Nafn, netfang og símanúmer umsækjanda.
-Heiti og lýsing á söluvöru.
-Mynd/myndir af söluvöru.
-Kennitala greiðanda vegna leigu á sölubás.
-Ósk um aðventuhelgi / helgar.

1)  27. – 28. nóvember
2)  4. – 5. desember
3)  11. – 12. desember
4)  18. – 19. desember

Verð fyrir söluborð eða jólakofa:

Ein helgi: 12.000 kr.

Tvær helgar: 21.000 kr.

Þrjár helgar: 30.000 kr.

Fjórar helgar: 36.000 kr.

 

ATHUGIÐ söluborð eru ekki leigð út staka daga.

 

Svör

Svör við umsóknum verða send til þátttakenda 1. nóvember. Við val á þátttakendum er tekið mið af þeirri vörustefnu sem Jólamarkaðurinn setur. Ásókn í söluborð á handverksmarkaðnum hefur undanfarin ár verið mun meiri heldur en framboðið. Af þessum sökum er nauðsynlegt að velja úr umsóknum.

 

Fyrirvari

Handverksmarkaðurinn er háður gildandi takmörkunum vegna Covid-19. Skógræktarfélag Reykjavíkur áskilur sér rétt til að bregðast við sóttvarnartakmörkunum gerist þess þörf.

 

Nánari upplýsingar

Margrét Valdimarsdóttir, jólamarkaðstjóri, sími 848 0863 – jolamarkadur (hjá) heidmork.is