Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opin frá klukkan 12:00 til 17:00
Þetta er síðasta helgin sem við höfum opið fram að jólum.
Skógræktarfélag Reykjavíkur selur vistvæn og sjálfbær Jólatré.
Fyrir hvert selt tré eru 50 stk gróðursett. Félagið er einnig með gott úrval af tröpputrjám, eldivið, greinabúnt og ýmsar handgerðar vörur úr skóginum.
Allar nánari upplýsingar um verð og markaðinn má finna á heidmork.is og á aðalsíðu Jólamarkaðsins í Heiðmörk á FB.
Handverksmarkaður – Verður stútfullur af allskyns handgerðum vörum úr nátturlegum efnum og matvöru – beint frá býli.
Sjá upplýsingar um handverksfólk og myndir af vörum hér á þessari síðu. Athugið að ekki eru alltaf þeir sömu að selja á markaðinum, nýjar vörur og nýtt handverksfólk í hverri viku.
Kaffistofa: Heitt á könnunni (kaffi & kakó) og ýmislegt með því.
Menningardagskrá:
Laugardagur 16.desember
13:00 -Upplestur á Kaffistofu: Unnur Jökulsdóttir les upp úr Undur Mývatns. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
14:00 – Barnastund í Rjóðrinu við varðeld: Gunnar Helgason les upp úr barnabókinni Amma best.
15:00 – Tónleikar á Kaffistofu: Tvíburasysturnar Gyða Valtýsdóttir og Kristín Anna Valtýsdóttir spila fyrir gesti
Sunnudagur 17.desember
Upplestur á Kaffistofu: Kristín Eiriksdóttir les upp úr nýrri skáldsögu sinni Elín – ýmislegt. Bókin er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna.
14:00 – Barnastund í Rjóðrinu við varðeld: Sigrún Eldjárn les upp úr barnabókinni Áfram sigurfljóð.
15:00 – Tónleikar á Kaffistofu: Kinichi spilar fyrir gesti.