Nýr og óvenjulegur aðkomufugl olli usla hjá skógarþröstum og svartþröstum nú í morgun og við nánari athugun reyndist þar vera hringdúfa á ferð. Hringdúfa er mjög stór dúfutegund, gráleit með áberandi hvítan blett á hálsinum. Bringan er ryðlit og á vængjum er hvítt þverbelti. Hringdúfa sem er algengur skógarfugl um mestalla Evrópu er árlegur flækingur hér á landi. Hringdúfur hafa nokkrum sinnum reynt varp hérlendis svo vitað sé, meðal annars austur í Öræfum.
Hringdúfa við Elliðavatn
11 maí
2009