Heiðmörkin er vinsæl hjá hestamönnum, fjöldi stíga og áningarstaða liggja um Mörkina og á hverju sumri kemur mikill fjöldi hestamanna í útreiðatúrum til okkar. Þá er líka vinsælt að hópar á reiðnámskeiðum nýti sér aðstöðuna. Á meðfylgjandi mynd má sjá Emblu á hestinum Kol og í baksýn lúinn knapa í hvíldarstöðu, þau voru í hópi frá Topphestum í Garðabæ á ferð umhverfis Elliðavatnið fyrir skömmu.
Hestamenn í Heiðmörk

02 júl
2009