Fréttir

Heimsókn frambjóðenda

Fulltrúar framboða til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík þáðu heimboð Skógræktarfélagsins á dögunum, en kjördagur er þann 14. maí. Formaður og framkvæmdastjóri kynntu fjölbreytta starfsemi félagsins. Gestirnir voru áhugasamir og gáfu sér góðan tíma en mikil og góð umræða varð um ýmis mál. Á meðal þess sem bar á góma var mikilvægi Heiðmerkur og Esjuhlíða, skógrækt í borgarlandinu, þýðing útivistarsvæða fyrir lýðheilsu, skipulagsmál, kolefnisbindingu, ástand vega, aðgengi að Heiðmörk og margt fleira. Hlökkum til að eiga áframhaldandi gott samstarf við Reykjavíkurborg.