Fréttir

Heimilisfræðikennsla í Rjóðrinu á Elliðavatni

img_0910

Nú í vetur sækja 9 ára nemendur úr Ísaksskóla  heimilisfræðslu í Fræðslurjóðri Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn. Börnin koma með kennara sínum Ingibjörgu Ýri Pálmadóttur en hún hefur notið aðstoðar Helenu Óladóttur frá Náttúruskólanum við að setja upp námsefnið. Við fengum að fylgjast með fyrsta tímanum í síðustu viku. Börnin lærðu að kveikja eld og hvernig ætti að umgangast hlóðir og eldstæði. Síðan smurðu þau samlokur og hituðu þær á hlóðunum. Það var líka hitað vatn í katliyfir eldinum og notað í ylvolgt kakó með sykurpúðum. Börnin lærðu auk þess ýmislegt um náttúruna og umhverfið og bjuggu til falleg listaverk úr ýmsu sem á vegi þeirra varð. Þetta smáfólk verður örugglega vel í stakk búið til að bjarga sér í ýmsum aðstæðum þegar það vex úr grasi.

img_0916

img_0925

img_0922

img_0921