Fréttir

Gróðursetning Rótarý-félaga

Sunnudaginn 5. maí var gróðursetningardagur Rótarýklúbbs Breiðholts í Heiðmörk. Voru gróðursett fimmtíu birkitré í landnemaspildu þeirra á Elliðavatnsheiði, þar á meðal voru tvær tveggja metra háar birkiplöntur sem voru sérstaklega ræktaðar fyrir félagið af kvæmum sem nefnast Embla og Kofoed. Bæði kvæmin hafa verið sérstaklega kynbætt af Þorsteini Tómassyni, félaga í Rótarýklúbbi  Breiðholts og er ilmbjörkin af Kofoed-kvæminu sú fyrsta sinnar tegundar sem gróðursett er. Vinnudeginum lauk síðan með fjölskylduskemmtun og grilli á Elliðavatnsbænum. Starfsemi Rótarýklúbbs Breiðholts í landnemaspildunni hafði legið niðri um nokkurra ára skeið en hefur nú verið endurvakin og er Skógræktarfélag Reykjavíkur afskaplega ánægt með að landnemahópurinn hafi hafið ræktunarstarf sitt að nýju í Heiðmörk.
Fyrsta björkin af Kofoed-kvæminu gróðursett (Mynd: Markús Örn Antonsson).