Fréttir

Grisjun í Heiðmörk

Undanfarin misseri hefur verið unnið að grisjun í Heiðmörkinni, meðal annars við Myllulæk og í Vífilsstaðahlíðinni. Bestu bolirnir verða flettir og nýttir til smíða, en bolir af lakari gæðum verða seldir með milligöngu Skógræktar ríkisins til Járnblendisins á Grundartanga.

Tryggvi Sæmundsson frá Hálsum í Skorradal lestar efni í Vífilsstaðahlíð (Mynd:SH).