Fréttir

Fréttir af Einars vöku Ben

1. nóvember síðastliðinn var haldin Einars vaka Ben hér á Elliðavatni, í Gamla salnum eins og húsið er kallað í dag, þar sem Einar Benediktsson fæddist og ólst upp framan af ævi. Mikil aðsókn var, þétt setiið og staðið í báðum sölum og margir þurftu frá að hverfa. Hér eru nokkrar myndir af Einarsvökunni og skilaboð frá gestum vökunnar.

vaka_einars_ben_11

“Þetta var falleg athöfn.
Einskonar messa þarna í steinkirkjunni ykkar á Vatni.”

“Takk fyrir síðast. Við vorum ánægðir með vökuna og fannst dagskráin í heild hreinlega stórkostleg. Þetta var skemmtileg og fræðandi dagskrá haldin á mjög viðeigandi stað.”

“Vakan tókst með eindæmum vel. Það var svo rækilegur húsfyllir að fjölda fólks varð að vísa frá.”

“Öll dagskráin flaut svo vel, samfellan var svo góð að þetta minnti helst á þriggja tíma leikrit. Fróðlegt, skemmtilegt, dramatískt og listrænt.”

Það var aldeilis að þetta tókst vel, ótrúleg aðsókn!

vaka_einars_ben_silja_aalsteinsdttir

vaka_einars_ben_55

vaka_einars_ben_40