Fréttir

Framkvæmdir í Esjuhlíðum

Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur umsjón með útivistarsvæði Reykjavíkur í Esjuhlíðum. Undanfarið hefur verið unnið að því að leggja braut meðfram göngustígum upp á Esjuna. Er hún lögð til að björgunarsveitir geti komist fljótt og örugglega til hjálpar ef einhver verður fyrir óhappi á gönguleiðinni, en gönguleiðin er mikið notuð af almenningi.

Pokasjóður og Reykjavíkurborg styrkja þessa framkvæmd.

esjuvinna

Unnið að brautinni í Esjuhlíðum (Mynd:Sk.Rvk.).