Fréttir

Fastagestir við vatnið

alois_jn_09

veiðimanna kemur aftur og aftur á hverju ári til veiða í Elliðavatni og má segja að fyrir suma sé vatnið  þeirra annað heimili á sumrin.  Þeir eru mjög vakandi yfir lífríkinu og hljóta að teljast með  bestu vörslumönnum Heiðmerkurinnar.  Einn af fastagestunum er Alois, sem ættaður er frá Austurríki og byrjaði hann að veiða í vatninu 1972 eða  fyrir 37 árum síðan.  Alois notar alltaf flugu með flotholti og er  kallaður Kúluvarparinn af félögum sínum á vatnsbakkanum.  Á myndinni sést Alois  í fullum herklæðum undir brúnni með tveimur öðrum veiðimönnum  í dumbungsveðri þann 25. júní síðastliðinn.