Fréttir

Fagráðstefna skógræktarinnar 2011

net_-23_mar_11_heimrk_059

Ráðstefnan verður haldin í Reykjanesi við Djúp, dagana 23. til 25. mars nk.

Ráðstefnan er árleg og hefð er fyrir því að hún flakkar réttsælis um landið og er alltaf haldin á nýjum stað. Að þessu sinni verður hún í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Skipuleggjendur eru:
Skjólskógar á Vestfjörðum: Sæmundur Kr. Þorvaldsson.Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og Skógfræðingafélag Íslands: Aðalsteinn Sigurgeirsson.Skógræktarfélag Íslands: Einar GunnarssonLandbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni D. Sigurðsson. Ráðstefnan hefst með því, að ráðstefnugögn verða afhent kl. 17:00 til 19:00 miðvikudaginn 23. mars. Við náðum góðum samningi við hótelið, svo verð á mat og gistingu er afar hagstætt. Því hvetjum við alla, sem vettlingi geta valdið, til að mæta strax á umræddum tíma á miðvikudeginum, ef þeir eiga heimangengt og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Reiddur verður fram kvöldverður kl. 19:00 á miðvikudagskvöldið. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á fimmtudeginum, þannig að eigi menn ekki um þeim mun skemmri veg að sækja, kemur sér vel að geta mætt strax kvöldið áður.SkráningSkráning á ráðstefnuna fer fram hjá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni til 15. mars í tölvupósti (skjolskogar[hjá]skjolskogar.is) eða í síma (456-8201).  Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara í Reykjanesi. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum.Kostnaður:Ráðstefnugjald: 8.000kr.
Gisting og matur: 23.000 kr.
Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, ofl. Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi á Reykjanesi, tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir og morgunmatur á fimmtudags- og föstudagsmorgni. Kjósi menn að vera einir í herbergi er verðið fyrir gistingu og mat 28.000 kr.Ráðstefnuhaldarar innheimta bæði gjöldin og eiga menn að snúa sér til Sæmundar Kr. Þorvaldssonar hjá Skjólskógum varðandi uppgjör, annað hvort á miðvikudagskvöld á milli kl. 17:00 og 19:00 á Reykjanesi, eða með því að hringja í hann í síma 456-8201 eða senda honum tölvupóst. Þess má geta, að bankareikningur ráðstefnunnar er: 1128-26-2000 og kennitalan er sú sama og kennitala Skjólskóga: 630200-3770. Best væri að menn greiddu beint inná þennan reikning umrædd gjöld og létu síðan vita. DagskráFagráðstefnan stendur í tvo heila daga, 24. – 25. mars með mætingu í Reykjanes við Djúp kvöldið áður (23. mars). Að venju skiptist hún í þemadag (24. mars) og almennan fagfund (25. mars). Að þessu sinni fjallar þemadagurinn um „Strauma og stefnur í ræktun sitkagrenis eða birkis í fjölnytjaskógrækt – með áherslu á viðarnytjar“ og munu nokkrir valinkunnir sérfræðingar fjalla um þau mál frá ólíkum hliðum.Sjá nánar á :skogur.is