Fréttir

Færeyjatréð var fellt af borgarstjóra Reykjavíkur í gær

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk sem fært verður íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól. Borgarstjóri kom í Heiðmörk klukkan 16.00 og fékk kennslu í skógarhöggi og var honum útvegaður viðeigandi öryggisbúnaður hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins.Dagur gaf sér tíma til að heilsa upp á starfsmenn áður en haldið var út í skóg til að fella jólatréð sem tókst með ágætum.
Tréð sem varð fyrir valinu er 12 metra hátt sitkagreni sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun færa Þórshafnarbúum tréð sem flutt verður af Eimskip síðar í mánuðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélagið senda Færeyingum jólatré.

imag2180