Fréttir

Eldiviður – námskeið

Mánudaginn 23. maí kl. 18.30 – 20.30 standa Skógrtækarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélagið Ungviður fyrir námskeiði um eldivið að Mógilsá (sjá viðburð og staðsetningu hér).
Það er spennandi að koma sér upp birgðum af eldiviði úr trjám sem feld eru í garðinum, sumarbústaðalandinu eða annars staðar. Til þess að tryggja að gæði eldiviðarins verði sem mest vakna gjarnan spurningar um hvernig sé best að höggva, stafla, þurrka og geyma eldivið? Það er Quinn McCord frá Kanda segir frá og sýnir helstu aðferðir við eldiviðarvinnslu. Hann greinir jafnframt frá eiginleikum mismunandi viðartegunda sem eldiviðar, segir frá því hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast. Aðalsteinn Sigurgeirsson varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur mun einnig fræða þátttakendur á námskeiðinu. Í lokin verður kveiktur varðeldur og því kjörið að taka með sér sykurpúða til að grilla.
Námskeiðið er fer fram á ensku. Allir velkomnir!