Fréttir

Dómur fallinn

jhtarlundur_jn_09

Kópavogsbær sakaður um skemmdarverk
Kópavogsbær var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða Skógræktarfélagi Reykjavíkur tæpar 20 milljónir króna auk vaxta og málskostnaðar vegna skemmda sem unnin voru á trjám í Heiðmörk í febrúar 2007. Skemmdirnar voru unnar þegar verktaki á vegum Kópavogsbæjar gróf fyrir vatnsveitu án þess að framkvæmdaleyfi lægi fyrir. Trén voru meðal annars í Þjóðhátíðarlundi þar sem trjám hefur verið plantað frá árinu 1974. Kópavogsbær taldi sig hafa fengið heimild til framkvæmdanna með samningi við Reykjavíkurborg árinu áður en á það var ekki fallist. Alls þarf Kópavogsbær að greiða um 30 milljónir króna í skaðabætur, dráttarvexti og málskostnað. (Úr fréttum ruv 19.06.www.ruv.is  )

Hér má sjá dóminn í heild sinni:

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200702651&Domur=3&type=1&Serial=1&Words=