Fræ nemur skeið = frænámskeið

FRÆNÁMSKEIÐ (TÍNSLA, MEÐHÖNDLUN OG SÁNING)

Skógræktarfélag Reykjavíkur Elliðavatni í Heiðmörk

KENNARI: Aðalsteinn Sigurgeirsson

DAGSETNING: Laugardaginn 1. október 2016 frá kl. 10:00 -15:00

á Elliðavatni hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur í Heiðmörk.

KOSTNAÐUR: Kr. 5000 – Kaffi, bakkelsi og súpa er innifalið.

Nánar upplýsingar hjá Else í GSM: 867-0527

Frá lofti í við – áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir

Mánudaginn 23. nóvember næstkomandi kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík. Arnór Snorrason skógfræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Frá lofti í við – áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“ Umræða um losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið og hvaða afleiðingar sú aukning kann að hafa…

Fræðsla um vatnið, flakað og grillað í kvöld kl 20

Hinn landsþekkti fiskifræðingur Jón Kristjánsson mun fræða gesti og gangandi um fiskinn og lífið almennt í Elliðavatni á fræðslugöngu Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.  Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbænum og eru allir velkomnir. Jón hefur sem kunnugt er miklar skoðanir  á fiskifræðinni og stjórnun fiskveiða almennt, bæði í vatni og sjó, á veiðiaðferðum,…