Fréttir

Allt sem fer upp, kemur líka niður.

Undanfarnar vikur/mánuði hefur duglegur hópur fólks unnið með okkur. Margt þrekvirkið hefur verið unnið, allt í senn hefðbundin verkleg störf auk ýmissa sérverkefna eins og hreiðurgerð fyrir flórgoða, skógarrjóður og moltugerðartunnur svo fátt eitt sé nefnt. En allt sem fer upp kemur niður að lokum. Fyrr í vikunni kvöddum við úr okkar röðum meistara Lúkas. Hann hefur verið með okkur frá síðasta ári og má með sanni segja að hann kunni til verka. Í dag, föstudag 15.apríl, kvöddu við þrjá drengilega dani, þá Fæke og Anders frá Jótlandi og Sjálendinginn Benjamín, sem mun reyndar eiga afturrkvæmt í sumar og fögnum við því. Stórkoslegur hópur. Á meðfylgjandi mynd er einnig Sille, en sem betur fer mun hún vera með okkur eina viku í viðbót.

Hvert og eitt einasta þeirra er einstakt og allt saman öðlingar og höfðingjar.
Takk fyrir samveruna.

Á mynd eru (fv): Benjamin, Fæke, Anders, Sille, Hlynur og Lukas.

Myndina tók: Caroline Mathilde Dohn Vognbjerg