Það er kunnara en frá þurfi að segja að trjágróður dreifir sér nú meira af sjálfsdáðum hér á landi en áður meðal annars vegna minni beitar og hærri lofthita. Víða sjást tré í vegköntum og jafnvel þar sem fræuppsprettur eru órafjarri. Þannig háttar til við Bláfjallaveg norðan við Kóngsgil í um 400 m hæð yfir sjó. Þar greindi tíðindamaður heimasíðunnar fyrir skömmu eftirtaldar tegundir við lauslega skoðun: grasvíði, loðvíði,fjallavíði, gulvíði,viðju/viðjublendinga, selju,alaskavíði og alaskaösp. Í syðri vegkanti eru fleiri tré, flest ef ekki öll vaxin upp af fræi. Á myndinni sést um 80 cm há alaskaösp sem vex í hraunmöl við Bláfjallaveginn, hún hefur kalið en lifir að því er virðist þokkalegu lífi þrátt fyrir það. Sjá einnig: http://vefblod.visir.is/index.php?s=3345&p=79326
Alaskaöspin í Bláfjöllum

31 ágú
2009