Fréttir

Aðventuskreytingar

image003

Aðventuskreytingar

Við viljum vekja athygli á afar áhugaverðu námskeiði sem haldið hér á Elliðavatni, laugardaginn 22. nóvember n.k. Tilvalið námskeið til að hefja jólaundirbúninginn.

Haldið í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ og Endurmenntunarskólann

Námskeiðið er einkum ætlað ófaglærðum sem vinna til dæmis í blómaverslunum eða hafa það í hyggju sem og áhugafólki. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12.

Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa eða jólafasta. Þessi tími er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.

Námskeið þetta mun byrja á sýnikennslu þar sem settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum á einn eða annan máta. Á seinni hluta námskeiðsins fá nemendur svo sjálfir tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns.
Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingarbraut LbhÍ.

Tími: Lau. 22. nóv. 2008, kl. 9:00-16:00 í Reykjavík (9 kennslustundir).

Verð: 13.900kr (efni innifalið)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.800kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: [email protected] (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.
Einnig má skrá sig í síma 433 5000