Fréttir

200 manns að störfum á vegum Skógræktarfélagsins

jl_09_atv_tak_ofl_004

Unglingar í atvinnuátakshópi Benediktu slaka á í hádeginu við Hjallabraut eftir að hafa sporðrennt nokkrum pitsum þann 24. júlí síðastliðinn. Hópur Benediktu vinnur við stígagerð fyrir gönguskíðafólk og  er einn fjögurra átakshópa á vegum Skógræktarfélagsins í sumar. Stígagerðinni miðar vel og má sjá hann hægra megin á myndinni. Tveir hópar eru líka að störfum í Esju, alls um 50 unglingar. Þar eru nýir skógarstígar að líta dagsins ljós ofan við bílastæðið við Kollafjörð og á Réttarholti við Kollafjarðarrétt hafa tugir þúsunda trjáa verið gróðursett. -Auk þessara 50  eru fastir starfsmenn félagsins 5. Vinnuskóli borgarinnar hefur sent um 70 unglinga í Heiðmörk og er það fjölgun frá undanförnum árum. Landvirkjunarunglingar  í Heiðmörk eru 22. Átakshópar frá Garðabæ við stígagerð í Vífilsstaðahlíð samtals um 40. 10 manna hópur sjálfboðaliða frá British volunteers hefur unnið við stígagerð í Esju og er von á þeim aftur seinna í sumar. Þá sér Skógræktarfélagið um gróðursetningu í Úlfarsfelli og er það hluti af Grænu skrefum Reykjavíkurborgar, þar eru 4 og fer fjölgandi.

Samtals eru því um 200 manns að störfum á vegum Skógræktarfélagsins nú í sumar og starfsemin því töluvert umsvifamikil.