Tilgangur Skógræktarfélags Reykjavíkur

Tilgangur félagsins er að vinna að skógrækt, trjárækt og landbótum fyrir almenning í Reykjavík og víðar. Vill félagið með því stuðla að bættu samspili og lífsskilyrðum manna, dýra og gróðurs.

Félagið vill ná tilgangi sínum meðal annars með því:

  • Að leggja stund á skógrækt og styðja við skógrækt einstaklinga, félaga og fyrirtækja.
  • Að veita fræðslu um skógrækt, trjárækt, umhverfis- og loftslagsmál og gildi skóga í náttúrunni.
  • Að stuðla að rannsóknum á öllum þáttum skógræktar, runna- og trjátegunda.
  • Að starfa með Reykjavíkurborg að ræktun á löndum borgarinnar.
  • Að starfa með viðeigandi aðilum á hverjum stað s.s. félögum, einstaklingum og sveitarfélögum að framgangi skógræktar.
  • Að hafa umsjón með skógræktar- og útivistarsvæðum.
  • Að vera vikur þáttakandi í bindingu kolefnis með skógrækt.

Einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki geta orðið félagar.

 

Gildi félagsins og einkunnarorð

Rækt

  • Skógrækt og mannrækt
  • Lýðrækt og útivist
  • Uppgræðsla
  • Uppfræðsla

Umhirða

Sátt og samvinna

  • Við umhverfið
  • Við önnur sjónarmið

Vandvirkni

Félagsauður

 

Stefnumótun 2022-2030

Ný stefnumótun félagsins var samþykkt á fundir stjórnar félagsins, 15. desember 2022. Stefnumótunin er aðgengileg hér.