Starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur er sérfrótt um ýmislegt sem snertir skógrækt, trjárækt, sjálfbæra nýtingu skóga, viðarafurðir, umhverfismál, loftslagsmál og gildi skóga í náttúrunni. Og auðvitað starfsemi félagsins og svæði í umsjá þess.

Félagið leitast við að veita fræðslu og taka þátt í samfélagsumræðunni, meðal annars með upplýsingagjöf og viðtölum við fjölmiðla. Símanúmer og netföng má nálgast hér.

Fjölmiðlum er velkomið að nota upplýsingar og ljósmyndir af þessari síðu, með því skilyrði að þær séu merktar heidmork.is.

Merki félagsins má nálgast hér.