Persónuverndarstefna og vefsíðustefna
Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur að skógrækt, trjárækt og landbótum fyrir almenning í Reykjavík og víðar. Vill félagið með því stuðla að bættu samspili og lífsskilyrðum manna, dýra og gróðurs. Til að halda utan um félagatal og sinna upplýsingarmiðlun og fræðslu, er nauðsynlegt að skrá og vinna með persónuupplýsingar að einhverju marki. Skógræktarfélagi Reykjavíkur er umhugað um félagsmenn sína og gesti á heimasíðu félagsins, heidmork.is, og fer að lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Upplýsingar um félagsmenn
Grunnupplýsingar um skráða félagsmenn, svo sem nafn, heimilisfang, kennitölu og aðrar persónutengdar upplýsingar, eru skráðar í félagatal. Haldið er utan um félagatalið í kerfi SmartSolution og félagsskýrteini send út þaðan. Upplýsingunum er einnig miðlað áfram til Skógræktarfélags Íslands.
Fréttabréf Skógræktarfélags Reykjavíkur er sent út í gegnum þriðja aðila, Mailchimp. Upplýsingum um þá sem skrá sig í félagið eða á póstlista vegna fréttabréfs er miðlað áfram til Mailchimp. Mailchimp skráir hvort tölvupóstarnir sem sendir eru í gegnum þjónustuna eru opnaðir og hvort smellt er á tengla í þeim. Þessum gögnum er deilt með Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Vafrakökur og samfélagsmiðlar
Vafrakökur eru textaskrár sem oft eru vistaðar á tölvum og í snjalltækjum. Vefur Skógræktarfélags Reykjavíkur notast við vafrakökuna _cfduid frá Cloudflare, sem er nauðsynleg til að votta öryggi síðunnar.
Þriðju aðilar, svo sem þeir sem reka samfélagsmiðla eða leitarvélar, geta aftur á móti notað vafrakökur eða aðrar aðferðir til að fylgjast með umferð um netið, þar með talið á heidmork.is.
Þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur miðlar efni á samfélagsmiðlum, greina viðkomandi fyrirtæki upplýsingar um móttöku þess, t.a.m. móttökur einstakra notenda. Samfélagsmiðlar deila upplýsingum um bæði einstaka viðbrögð og tölfræði með Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem þannig getur fylgst með móttökunum.