Í Skógræktarfélagi Reykjavíkur eru á annað þúsund félagsmenn. Sem sjálfstætt starfandi áhugamannafélag er Skógræktarfélag Reykjavíkur óháð í starfi sínu við að efla skógrækt, skógarmenningu, fræðslu, uppbyggingu útivistarsvæða og margt fleira.

Starf Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur frá upphafi byggt á starfi áhugafólk og sjálfboðaliða. Heiðmörk er þannig að miklu leyti  ræktuð upp af landnemahópum; fólki sem kom saman í frítíma sínum til að gróðursetja trjáplöntur fyrir komandi kynslóðir. Og félagið var upphaflega stofnað, árið 1901, af áhugafólki um útivistarsvæði eða friðland í nágrenni borgarinnar. Fólki sem lagði fé og vinnu í skógrækt sem óvíst var að nokkur árangur yrði af. Við njótum í dag ávaxtanna af þessu starfi.

Með aðild sinni og þátttöku gera félagsmenn starf Skógræktarfélags Reykjavíkur mögulegt. Sumt félagsfólk mætir á fjölda viðburða, kemur á Jólamarkaðinn, mætir á aðalfund og tala um tré og skógrækt á öllum mannamótum. Annað styður starfið með því einfaldlega að vera í félaginu og gefa því þannig aukinn kraft.

Vertu með!

 

Heiðursfélagar

Heiðursfélagar í Skógræktarfélagi Reykjavíkur eru

  • Alexander Robertson
  • Davíð Oddsson
  • Holger Hansen
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
  • Ólafur Sigurðsson
  • Vigdís Finnbogadóttir
  • Þorvaldur S. Þorvaldsson