Jólaskógur á Hólmsheiði

Jólaskógurinn 2025 er opinn seinni aðventuhelgarnar þrjár, milli kl. 11 og 16,

Það er orðin hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré.

Jólaskógurinn á Hólmsheiði verður opinn helgarnar

  • 6. – 7. desember, kl. 11–16
  • 13. – 14. desember, kl. 11–16
  • 20. – 21. desember, kl. 11–16

 

Hægt er að fá lánaðar sagir en einnig hvetjum við gesti til að taka með sér sínar eigin sagir.

Það er sannkölluð jólastemmning í skóginum. Jólasveinar eru á ferli milli klukkan 13 og 14 alla opnunardaga. Hægt er að fá sér sæti við varðeld sem logar við jólakofann, þar sem hægt er að kaupa heitt kakó, smákökur og sykurpúða til að grilla yfir eldinum.

Íslensk jólatré eru vistvæn og sjálfbær. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa og hafa því mun minna kolefnisspor en innflutt tré. Fyrir hvert tré sem höggvið er, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 trjáplöntur.

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 15% afslátt af jólatrjám.

Staðsetninguna má sjá hér að neðan. Eða á Google maps hér.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður svo opinn allar aðventuhelgarnar, frá 12 til 17. Þá verður félagið með jólatrjáasölu og jólastemmningu á Lækjartorgi rétt fyrir jól, líkt og síðustu ár.