Jólaskógur á Hólmsheiði

Jólaskógurinn er opinn helgarnar 5.-6. desember, 12.-13. desember og 19.-20. desember 2020, frá kl. 11-16.

Það er orðin sterk hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré. Jólaskógurinn verður opin helgarnar 5.-6. desember, 12.-13. desember og 19.-20. desember frá kl. 11-16.

Allar sagir verða sótthreinsaðar á milli gesta og gætt vel að öllum sóttvarnar ráðstöfum.  Einnig hvetjum við gesti til að taka með sér sagir.

Við verðum með rjúkandi ketilkaffi til sölu, heitt kakó og smákökur. Það er sannkölluð jólastemning í skóginum!

Íslensk jólatré eru vistvæn og sjálfbær. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa.

Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 plöntur.

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 15% í afslátt.

Verðskrá fyrir jólatré má nálgast hér.

 

Leiðarlýsing

Keyrt er út úr borginni austur Suðurlandsveg fram hjá Norðlingaholti og framhjá Heiðmerkur afleggjara. Stuttu seinna er komið að afleggjara á vinstri hönd sem er merktur Nesjavellir, Hafravatn og Hólmsheiði.
Strax eftir að komið er inná Nesjavallaveg er malarvegur á vinstri hönd. Þegar komið er inná malarstíginn er haldið áfram malarslóða á hægri hönd en eftir um 500 m er bílastæði jólaskógarins.

Jólaskógurinn Hólmsheiði 2020.
QR-kóði sem hægt er að taka mynd af og fá upp staðsetningu Jólaskógarins á Hólmsheiði.