Starf Skógræktarfélags Reykjavíkur, svæði í umsjón félagsins og skógrækt og trjárækt í víðari skilningi, eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hér hefur verið safnað efni sem gæti vakið áhuga hjá gestum þessarar síðu.

Nokkur myndskeið sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur látið vinna eru aðgengileg á Youtube-síðu félagsins.

„Skin og skúrir á Elliðavatni“ er afar fróðleg umfjöllun um sögu Elliðavatns, Elliðavatnsbæjarins og fleira því tengt,  sem birtist í Lesbókar Morgunblaðsins,  og 12. og 19. febrúar árið 2000. Myndir sem fylgja greinunum sýna skýrt hve mikið skógurinn hefur vaxið, bara á síðustu tuttugu árum.

„Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatn“ eru tveir útvarpsþættir um Heiðmörk sem voru á dagskrá Rásar 1 sumarið 2020. Tilefnið var 70 ára afmæli Heiðmerkur. Í fyrri þættinum er fjallað um fyrstu tilraunir til að friða og rækta skóg í nágrenni Reykjavíkur, löngun bæjarbúa eftir útivistarsvæði nærri borginni og aðdragandann að opnun Heiðmerkur árið 1950. Í síðari þættinum er fjallað um hvernig skógræktarstarfið hefur gengið og um Heiðmörk í dag — náttúruna, skóginn og skógarmenningu. Þættirnir eru aðgengilegir á Spotify, í Fríhöfninni, hlaðvarpi Rásar 1.

„Aðdragandinn að stofnun friðlands Reykvíkinga í Heiðmörk“ heitir grein sem birtist í Skógræktarritinu, öðru tölublaði 2020. Greinin er aðgengileg á vef Skógræktarfélags Íslands.