Innréttingar og húsgögn

Hluta af timbrinu sem fellur til í Heiðmörk er hægt að vinna í gæðatimbur. Baðherbergisinnréttingin hér að ofan er til dæmis smíðuð úr ösp úr Heiðmörk. Lesa má um hana hér.

Þá hafa nemendur við Tækniskólann smíðað margan fallegan gripinn úr við úr Heiðmörk. Og Fangaverk, trésmíðaverkstæðið á Litla Hrauni, hefur smíðað bekki sem sjá má hér.

Gólffjalir, brýr og bátar

Íbúðarhúsið að Múlastöðum, skógræktarjörð félagsins í Borgarfirði, var gert upp að utan fyrir nokkrum árum. Eins og jafnan reyndi félagið að nota sem mest timbur, og þá helst timbur úr Heiðmörk. Gólffjalirnar eru úr sitkagreni úr Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk og margt fleira úr nytjaviði úr skóglendi félagsins.

Timbur úr Heiðmörk hefur líka verið notað til dæmis í stígagerð, í brýr, í æfingasvæðið Esjugerði, skilti og fleira. Og stikagreni úr Heiðmörk var meðal efniviðar í áttæring sem smíðaður var 2023.

Kurl

Kurl er afar eftirsótt vara í viðarverslun félagsins. Enda hafa starfsmenn metnað fyrir því að búa til gæðavöru. En hvað er gott kurl? Hér má fræðast um það.