Fellsmörk er 982 hektara land í Mýrdalshreppi, í eigu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Félagið leigði upphaflega jarðirnar Fell, Álftagróf og Keldudal í Mýrdalshreppi af íslenska ríkinu, árið 1989. Almenningi var boðið að fá 1 hektara spildur á svæðinu gegn því að rækta þar skóg. Fyrirkomulagið var þannig að landnemar fengu úthlutað landskika til plöntunar gegn gjaldi. Gegn því að annast skógrækt á svæðinu og greiða leigu hafa landnemar rétt til byggingar sumarbústaða á sínum skikum.

Árið 2018 keypti Skógræktarfélag Reykjavíkur jarðirnar Fell og Keldudal af íslenska ríkinu.

Félag Landnema í Fellsmörk er hagsmunafélag landnema á Fellsmörk.

Horft yfir Fellsmörk, ofan af Stórhöfða.
Keldudalur í Fellsmörk. Mynd: Einar Ragnar.
Búrfell séð frá Keldudaldsheiði, ofan Fellsmerkur.