Fé úr Heiðmerkurþraut fer í stígagerð í Heiðmörk

Þríþrautarfélagið Ægir3 stóð fyrir Heiðmerkurþrautinni síðasta haust. Félagið vildi leggja sitt af mörkum til að styrkja Skógræktarfélag Reykjavíkur og efla stígagerð í Heiðmörk. Enda eru góðir stígar og öflugir innviði forsenda skemmtilegrar og fjölbreyttrar útivistar. Skráningargjald þátttakenda í Heiðmerkurþrautinni 2021 var því látið renna til félagsins. Við þökkum Ægi3 fyrir framlag sitt til Heiðmerkur. Heiðmerkurþrautin…

Fjörugar umræður á vel sóttum aðalfundi

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöld í sal Garðyrkjufélagsins. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust fjörugar umræður um kolefnisbindingu, birkikynbætur og aðgengi að Heiðmörk. Jóhannes Benediktsson, formaður félagsins, setti fundinn klukkan átta. Áslaug Helgadóttir var valin fundarstjóri en Þorsteinn Tómasson fundarritari. Jóhannes, Aðalsteinn Sigurgeirsson varaformaður og Björn Thors endurnýjuðu umboð sitt í stjórn og…

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022 Miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.   Dagskrá aðalfundar: Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Kosningar samkvæmt félagslögum. Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins. Önnur mál, sem fram eru borin. Að loknum fundarstörfum flytur Gústaf Jarl Viðarsson erindi um kolefnisbindingu í Heiðmörk.  …

Fjölmörg áhugaverð erindi á fagráðstefnu skógræktar

Um 150 sóttu í fagráðstefnu skógræktar í vikunni, í Haukadal. Þeirra á meðal flestir starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur.   Gústaf Jarl Viðarsson, einn af starfsmönnum félagsins, flutti erindi um rannsókn sína á kolefnisforða og kolefnisbindingu í Heiðmörk. Rannsóknin er lokaverkefni í M.Sc. námi við skógfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands.   Reynsla af verkefninu getur hjálpað til við mat…

Nýtt, hnitmerkt kort af Esjuhlíðum

Nýtt, hnitmerkt kort hefur verið útbúið af útivistarsvæðinu í Esjuhlíðum, með nákvæmum lýsingum á stígakerfi svæðisins. Kortið er aðgengilegt hér og hægt að hlaða því niður hér. Þá er búið að setja nýja kortið á skiltið við bílastæðið neðan Þverfellshorns. Esjuhlíðar eru eitt vinsælasta og stærsta útivistarsvæði landsins. Stígakerfi svæðisins hefur verið stækkað mikið undanfarin…

Norðmenn gefa „skileik“ útbúnað fyrir gönguskíðaleiki í Heiðmörk

Höfðingleg gjöf barst nýlega frá sendiráði Noregs á Íslandi – búnaður fyrir skileik. „Skileik“ er skemmtileg leið til að læra á gönguskíði gegnum þrautir og leiki. Börn frá leikskólaaldri og uppúr geta þannig kynnst gönguskíðum á aðgengilegan hátt auk þess sem skileik hentar vel til að læra jafnvægi og ná færni á skíðum.   Skileik…

Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar

Um helgina opnar Jólaskógurinn á Hólmsheiði og verður hann opinn allar helgar fram að jólum kl. 11-16. Í Jólaskóginum er hægt að höggva sitt eigið jólatré og gæða sér á skógarkaffi, kakói og kruðeríi. Gestir geta fengið sagir á staðnum, sem sótthreinsaðar eru á milli gesta, en þeir sem geta eru hvattir til að taka…

Ljósin tendruð á jólatrjánum í Þórshöfn og á Austurvelli

Ljósin á Þórshafnartrénu voru kveikt á Tinghúsvellinum í Færeyjum á laugardaginn var. Sú hefð hefur myndast að Reykvíkingar gefi Færeyingum jólatré og var það fyrst gert árið 2013. Tréð var fellt í Heiðmörk á sama tíma og Oslóartréð og flutt til Þórshafnar með Eimskipum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi afhenti tréð og flutti kveðju frá Íslandi…

Níræðisafmælisgjöf deilt með gestum Heiðmerkur

Vilhjálmur Sigtryggsson fagnaði níræðisafmæli sínu í vor. Í afmælisgjöf var ákveðið að smíðaður yrði bekkur og honum komið fyrir á fallegum stað í Heiðmörk. Bekkurinn var vígður 23. nóvember. Hann er í rjóðri í Ferðafélagsreitnum við Skógarhlíðarkrika. Leitast var við að hafa aðgengi að staðnum sem best. Stuttur göngustígur er frá bílastæðinu að rjóðrinu og…