Fjölmörg áhugaverð erindi á fagráðstefnu skógræktar
Um 150 sóttu í fagráðstefnu skógræktar í vikunni, í Haukadal. Þeirra á meðal flestir starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur. Gústaf Jarl Viðarsson, einn af starfsmönnum félagsins, flutti erindi um rannsókn sína á kolefnisforða og kolefnisbindingu í Heiðmörk. Rannsóknin er lokaverkefni í M.Sc. námi við skógfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands. Reynsla af verkefninu getur hjálpað til við mat…