Fjölmörg áhugaverð erindi á fagráðstefnu skógræktar

Um 150 sóttu í fagráðstefnu skógræktar í vikunni, í Haukadal. Þeirra á meðal flestir starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur.   Gústaf Jarl Viðarsson, einn af starfsmönnum félagsins, flutti erindi um rannsókn sína á kolefnisforða og kolefnisbindingu í Heiðmörk. Rannsóknin er lokaverkefni í M.Sc. námi við skógfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands.   Reynsla af verkefninu getur hjálpað til við mat…

Að vera í skógi.

Skógur sem vörn gegn hugsýki

Skógur sem vörn gegn hugsýki – og fleiri eymslum: Hvað segja vísindin? er umfjöllunarefni Aðalsteins Sigurgeirssonar í skemmtilegum og einkar áhugaverðum hlaðvarpsþætti í Hlöðunni hlaðvarpsveitu Bændablaðsins (tengill hér). Aðalsteinn er varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og fagmálastjóri hjá Skógræktinni og þekkir manna best þau margvíslegu áhrif sem skógar hafa. Hér gerir hann úttekt á þeim jákvæðu áhrifum…

Sitkagreni (P. sitchensis)

Sitkagreni er stórvaxnasta grenitegundin hér á landi og eitt mikilvægasta skógartré landsins. Hæsta tré á Íslandi er sitkagreni sem vex við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. Tréð var gróðursett árið 1949 og hefur að öllum líkindum náð 30 metra hæð sumarið 2022.   Sitkagreni er einstofna með breiða keilulaga krónu. Trén eiga það til að vera stór…

Birki (Betula ssp)

Birki er eina trjátegundin sem myndar samfellt skóglendi á Íslandi. Talið er að birki hafi þakið um þriðjung af yfirborði landsins við landnám. Nú er þetta hlutfall rétt undir tveimur hundraðshlutum. Íslenska birkið hefur lengi verið lágvaxið og kræklótt, enda ræktað niður með rányrkju kolagerðar og búfjárbeitar. Með markvissri ræktun hefur eru að verða til…

Umhverfislistaverk, nýir stígar og nýr áningarstaður í Finnmörk

Finnmörk er landnemaspilda Finna í Heiðmörk, við Strípsveg, nærri Skógarhlíð. Mikið var gróðursett í Finnmörk á níunda áratugnum en síðustu ár hefur starfið þar legið nokkuð í láginni. Þar til nú. Síðasta haust voru stígar á svæðinu skipulagðir og talsvert gróðursett af nýjum trjáplöntum – finnskum birki-, greni-, og furutrjám. Til stendur að leggja göngustíga…

Skógarleikarnir 2019

Skógarmenning

„Sóltjald“ er það kallað sunnar í álfunni. En á Íslandi var það lengi vel kallað „skjóltjald“ eða „vindtjald“. Á sumrin er enda oft hlýtt ef maður er í skjóli fyrir bölvuðum næðingnum. Af honum er nóg, ef ekki er skjól af tjaldi eða húsvegg eða trjágróðri. Að fara í útilegu eða lautarferð í skjóli trjáa…

Könglatínsla í Heiðmörk

Laugardaginn 23. október kl. 13 býður Skógræktarfélag Reykjavíkur áhugasömum að tína stafafuruköngla í Heiðmörk. Hópurinn hittist við bílastæðið vestan við Þjóðhátíðarlund (sjá hér). Allir könglar sem tíndir verða þennan dag verða seldir til Skógræktarinnar sem safnar fræjum úr könglunum. Ágóðinn af könglatínslunni fer til gróðursetningar á þeim svæðum sem brunnu í Heiðmörk síðastliðið vor. Áður en haldið er…

Skógarganga og gróðursetningar á Degi íslenskrar náttúru

Fjórða skógarganga sumarsins verður fimmtudaginn 16. september. Gengið verður um Rauðavatnsstöðina, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur var upphaflega stofnað um að rækta upp, fyrir 120 árum. Sérstakur gestur í skógargöngunni verður Jón Geir Pétursson, dósent í umhverfis-og auðlindafræði, sem er sérfróður um Rauðavatnsstöðina. Fararstjórar eru sem áður Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, og Páll Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Ferðafélags…

Fyrsti almenni gróðursetningardagurinn í Loftslagsskógum Reykjavíkur

Ríflega 1.000 trjáplöntur voru gróðursettar í Loftslagsskógum Reykjavíkur á fyrsta almenna gróðursetningardeginum, laugardaginn 14. ágúst. Loftslagsskógunum er ætlað að kolefnisjafna starfsemi Reykjavíkurborgar um leið og til verður fallegur útivistarskógur sem eykur skjól í borginni.   Með gróðursetningardögum eins og á laugardaginn er leitast við að auka þátttöku almennings í skógrækt – vekja áhuga og auka…