Fréttir

Námskeið um græðlinga 30. apríl

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur námskeið um græðlinga af víði og ösp, laugardaginn 30. apríl klukkan 11. Alaskaösp og víðir hafa þann eiginleika umfram aðrar trjátegundir hér á landi, að hægt er að koma á legg plöntum án þess að forrækta í bökkum eða pottum. Þess í stað er hægt að klippa græðlinga af trjám þessara tegunda og stinga þeim beint í jörðu.

Námskeiðið Klipping og stunga víði- og aspargræðlinga samanstendur af stuttum fyrirlestri og verklegri kennslu. Í upphafi námskeiðs verður fjallað um trjátegundirnar alskaösp og víði, og helstu aðferðir sem notaðar eru við klippingu og beina stungu græðlinga. Að því loknu verður farið út, efniviður klipptur af standandi trjám og græðlingar svo útbúnir, allt undir leiðsögn. Því næst verður farið á svæði þar sem græðlingum verður stungið í jörðu. Hægt er að nálgast aðgengilegt fræðsluefni um græðlinga hér. Frábært tækifæri fyrir allt áhugafólk um ræktun að kynnast þessari aðferð við fjölgun plantna af þessum tegundum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar og varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Námskeiðið er haldið í Smiðjunni, húsnæði Skógræktarfélagsins í Heiðmörk sem hýsir verkstæði og viðarvinnslu skammt frá Elliðavatnsbænum.

Námskeiðsgjald er 3.000 krónur en ókeypis er fyrir félagsmenn, skráning í tölvupósti á netfangið [email protected].

Becky útbýr stiklinga

Becky var sjálfboðaliði hjá félaginu í vor og vann m.a. að gerð stiklinga af alaskaösp.

Stikklingar af alaskaösp

Stiklingar af alaskaösp sem settir verða niður í vor.