Það var Benedikt Sveinsson hæstaréttardómari og alþingismaður sem léta reisa hér íbúðarhús úr hlöðnu grjóti árið 1860. Sonur hans, þjóðskáldið dáða Einar Benediktsson fæddist í þessu húsi og ólst upp á Elliðavatni til 12 ára aldurs. Húsinu var breytt í hlöðu á tuttugustu öld og byggt við það fjós.

Undir aldamótin síðustu hófst Skógræktarfélag Reykjavíkur handa við að endurgera gamla hlaðna húsið með aðstoð Orkuveitunnar. Þar er nú tvískiptur salur sem tekur um 80-100 manns. Skógræktarfélag Reykjavíkur notar salinn fyrir fundi, félags- og fræðslustarf. Þar er líka haldinn jólamarkaður við miklar vinsældir á aðventunni.

Mögulegt er að fá salinn leigðan til dæmis í tengslum við fundi, námskeið eða ráðstefnur. Salurinn hentar ekki til veisluhalds. Nánari upplýsingar um aðstöðuna og leigu á salnum má nálgast hér.