Fræðsluskilti í Heiðmörk

Fræðslustígurinní Heiðmörk er varðaður 43 fræðsluskiltum þar sem ýmis konar fróðleik um fugla,plöntur, tré, jarðfræði og sögu svæðisins er að finna. Skiltin eru prýdd fallegum teikninum eftir Brian Pilkinton og fleiri. Leiðin liggur meðfram Elliðavatni, suður fyrir Myllulækjartjörn, inn í skóginn á Elliðavatnsheiði og tilbaka í vesturátt að Helluvatni og loks Elliðavatnsbæ. Upplagt er að hefja gönguna frá Elliðavatnsbæ og halda til suðurs til að byrja með. Leiðin er um 9 km löng og má reikna með 2 til 2 1/2 klukkutímum í gönguna.

Hér að neðan er texti skiltanna við Fræðslustíginn, en skiltin eru samstarfsverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur og Byr.

 

Elliðavatn:

Á þessari mynd sem A. Mayer teiknaði á ferð sinni um landið árið 1836 eru bæjarhúsin og hlaðið á Elliðavatni en garðurinn sem skiltið stendur við sést greinilega á myndinni. Elliðavatn var í alfaraleið áður fyrr þegar leiðinaustur fyrir fjall lá sunnan Elliðavatns en sú leið var valin til þess aðsleppa við að fara yfir Elliðaárnar.

 

Klófífa (Eriophorum angustifolium):

Stráin sívöl með löngum, striklaga blöðum sem hringbeygjast stundum og kallast þá hringabrok. Blómin lítil með burstkransi sem verður að hvítum kolli, fífu, með aldrinum. Algeng í votlendi og á uppgrónum tjarnarstæðum og var fyrrum mikiðslegin til fóðurs. Úr fífunni voru snúnir lampakveikir. Margir töldu að fífavissi á harðan vetur.

 

Stokkönd (Anas platyrhynchos):

Stokkönd er líklega algengasta andartegundin á Íslandi og sú önd sem flestir yngri krakkar kalla bra-bra, enda algeng á tjörnum og görðum í nábýli við manninn. Steggurinn er mun skrautlegri og grænt höfuð hans áberandi enda stundum nefndur grænhöfði. Hann hefur hvítt hálsband, brúnleita bringu, bolur að öðru leyti ljósgrár og með svartar uppsnúnar fjaðrir við stél, goggur gulgrænn. Kollan er brúnflikrótt og með brúnleitt nef, bæði kynin hafa bláa vængspegla og gulrauða fætur.

 

Grágæs (Anser anser):

Á Íslandi verpa grágæs og heiðagæs, grágæsin er nokkru stærri og verpir að mestu á láglendi en heiðagæsin velur hálendið. Grágæsin er eins og nafnið gefur tilkynna að mestu grá en oft með dökka díla á bringu en ljósari að neðan. Auk stærðar er best að þekkja tegundirnar í sundur á nefi og fótum. Grágæsin er með rauðgulan gogg og grábleika fætur en heiðagæsin með bleikrauðan gogg að framan og svartan ofanvert, fætur bleikrauðir. Grágæsin er félagslyndur fugl og bundin sterkum fjölskylduböndum. Síðsumars og á haustin er oft hægt að sjá tignarlegt oddaflug gæsa tugum saman.

 

Fjalldrapi (Betula nana):

Lágvaxinn, nær jarðlægur runni með kringlóttum blöðum, ilmar ekki og þekkist á því frá birki. Hann er algengur um allt land, vex gjarnan í deiglendi og upp eftir hlíðum. Hann er hentugur til eldiviðar og sem tróð undir torfþök. Gefur gott bragð til að reykja kjöt. Fjalldrapi þótti fyrrum góður til vetrarbeitar fyrir sauðfé.

 

Holurt (Silene vulgaris):

Hárlaus, kálgræn jurt með marga jarðlæga eða uppsveigða stöngla. Blómin eru stór, hvít, tvö til þrjú saman á stöngulenda. Bikar þeirra er egglaga, stór og uppblásinn og nefnist plantan af því pokagras. Flugur leita sér skjóls í honum og er hún af því einnig kölluð flugnabú. Plantan vex um allt land á melum og af því kemur heitið melapungur.

 

Álft(Cygnus cygnus):

Álftin er stærsti fugl Íslands, næstur er örninn sem hefur álíka vænghaf en er styttri og léttari. Álftin er áberandi, stór og hvít með langan háls. Hún er mjög hávær og er oft mikill fyrirgangur í tilhugalífinu og þegar parið ver óðal sitt. Varast skal að nálgast hreiður álftarinnar meðan hún liggur á. Álftin er að mestu farfugl en þó er alltaf eitthvað af fuglum sem hér hafa vetursetu.

 

Þingnes:

Þingnes nefnist nes sem gengur út í Elliðavatn sunnanvert. Þar hafa verið grafnar upp rústir af búðum og er talið að þar hafi verið þingstaður. Við fornleifarannsóknir hafa komið í ljós mannvistarleifar sem taldar eru frá því um árið 900 og til um 1200. Þykja þær benda til mannfunda. Frá fyrri hluta þessa tímabils hafa fundist búðarústir svo og hringlaga mannvirki sem sumir telja dómhring.

 

Kría (Sterna paradisea):

Krían er ljósgrá og hvít, með svarta hettu og langt klofið stél. Hún er afar flugfim og víðförul. Vitað er að hún fer heimskautanna á milli. Krían verður gömul af fugli að vera og hefur náðst fugl sem merktur var 27 árum áður. Krían verpir oft í stórum hópum og ver varpið með skrækjum og árásum á fólk sem hættir sér nærri og marga hefur hún höggvið í höfuðið. Krían er mjög stundvís og kemur ávarpstöðvar nánast sama dag á hverju ári.

 

Bergfura(Pinus uncinata)

Breiðvaxiðtré, venjulega einstofna, evrópsk furutegund, dökkgrænt að sjá, nálarnar oftundnar, tvær og tvær í löngu slíðri. Bergfura var mikið notuð hérlendis áfyrstu árum skógræktar sem landnemi. Hún bætir jarðveg og ryður braut fyrirannan trjágróður en hörfar síðan eða deyr.  Á síðustu árum hefur dregið úr notkun hennar. Furulús geturdregið mikið úr þrifum hennar.

 

Hallamisgengi

Hjallamisgengiðer um 5 km langt og lóðrétt færsla þess um 65m þar sem það er hæst. Misgengieins og þetta má rekja um allt eldvirka beltið. Svona misgengi verða til álöngum tíma og samkvæmt mælingum er ennþá sig á þessu svæði.

 

Holtasóley(Dryas octopetala)

Stönglarnirjarðlægir, trékenndir með litlum, bogtenntum blöðum sem er mikilvæg fæðarjúpunnar og nefnast rjúpnalauf. Þau eru dökkgræn á efra borði en silfurhvít áþví neðra. Blómin allstór, með átta hvítum krónublöðum og gulum frjóhnöppum.Aldinin mörg, með löngum svifhala og er þau þroskast nefnist blómið hárbrúða. Rótiner kölluð þjófarót því að hún dregur til sín peninga. Rjúpnalauf er gott í temeð blóðbergi og vallhumli, það er sagt styrkja brjóst og maga.

 

Alaskalúpína(Lupinus nootkatensis):

Úlfabauniren það er annað nafn á alaskalúpínu er fjölær jurt dökkgræn, hærð oggróskumikil, um 50 sm á hæð, með stilklöngum, fingruðum blöðum. Blómin dökkbláí axlíkum klasa. Planta þessi var flutt til landsins frá Alaska árið 1945 ogfyrst plantað í Heiðmörk 1957. Hún þrífst vel og sáir sér á gróðurlausu landiog víkur síðan fyrir öðrum gróðri og er þannig verðmæt til landgræðslu. Húnaflar sér köfnunarefnis með rótargerlum og því njóta aðrar plöntur góðs afnábýli við hana. Seyði af rótunum er notað til lækninga.

 

Ilmbjörk(Betula pubescens)

Beinvaxineða kræklótt, breytileg að vexti, myndar kjarr eða skóg. Börkurinn rauðbrúnneða ljósleitur, flagnar af trénu með aldrinum og kallast næfur. Hann má notatil að lita og verka skinn. Birkið er útbreiddasta lauftré á norðurhvelinu. Afbirkilaufi má gera te og græðandi smyrsl og úr safa trésins má brugga.Birkiviður er góður til smíða og kolagerðar.

 

Snarrótarpuntur(Deschampsia caespitosa)

Grasþetta vex um allt land í túnjöðrum og grasmóum og ótrénað er það gott fóður ogvar verðmætt beitargras fyrrum. Það er ein harðgerðasta grastegund hérlendis ogkelur ógjarnan. Punturinn er bláleitur, stór og keilulaga, stráin eru upprétt,grófgerð og mynda þéttar, harðar þúfur eða toppa sem erfitt er að slá.

 

Gulvíðir(Salix phylicifolia)

Lágvaxinnrunni eða tré og hefur orðið allt að 6 m á hæð hérlendis, breytilegur að vextiog útliti eftir staðháttum og myndar einnig blendinga með öðrum víðitegundum.Vex um allt land, víða innan um birki og myndar kjarr. Blöðin gljáandi gulgrænog skinnkennd, oft illa haldin af ryðsveppum. Blöðin má nota til litunar ogseyði af víðilaufi og berki er haft til lækninga, inniheldur þekkt lyf,salicylsýru.

 

Heiðlóa(Pluvialis apricaria)

„Lóaner komin að kveða burt snjóinn“. Oft hefur þessi ljóðlína verið sungin um lóunasem er svo ljúfur vorboði að það er jafnvel fréttaefni þegar þær fyrstu sjást ávorin. Sumarbúningur lóunnar er guldröfnótt bak á svörtum grunni og svo tilsvört bringa með hvítum bryddingum. Lóan er kvikur fugl og fer hratt yfir ogsyngur dirrindí. Þegar óboðinn gestur nálgast hreiður lóunnar þá læst hún veravængbrotin til að villa um fyrir honum.

 

Stafafura(Pinus contorta)

Breiðvaxiðtré af furuætt, allt að 25 m á hæð, með langar, mjúkar nálar, tvær og tværsaman í fíngerðu, himnukenndu slíðri. Tréð er mikið notað til skógræktarhérlendis, oft á ófrjóu landi, og hefur reynst harðgert og hraust og víðafljótvaxið. Það er nánast laust við lús og kvilla og dálítið notað sem jólatréþví barrið stendur vel. Stafafura hefur reynst ákaflega vel á Heiðmörk.

 

Einir(Juniperus communis)

Sígrænnjarðlægur runni sem vex villtur um allt norðurhvelið og er eini alíslenskibarrviðurinn. Laufblöðin, nálarnar eru hvassyddar og stingandi. Hver planta umsig er einkynja og kvenkyns plöntur bera aldin sem þroskast á tveimur árum ogkallast einiber. Þau má nota til lækninga og til bragðauka. Úr þeim er unninolía sem notuð er í gin og séniver. Reykur af einivið var sagður fæla burtuilla anda.

 

Síberíulerki(Larix sibirica)

Beintog hávaxið barrtré sem fellir nálarnar á vetrum og nefnist því stundumbarrfellir. Ræktað hérlendis til viðarnytja, einkum norðan- og austanlands.Tréð þrífst einkar vel í ófrjórri jörð vegna samlífis við sveppinn Suillusgrevillei sem vex á lerkiteigum og er jafnframt gómsætur matsveppur. Lerki varfyrsta trjátegund hérlendis á nútíma sem náði 20 m hæð.

 

Strípur

Strípurnefnist klettadrangur sá er ber við himinn og eftir honum nefnist hrauniðStrípshraun. Hann var áður fyrr landamerki á milli jarðanna Elliðavatns ogVatnsenda. Strípshraun og flest önnur nútímahraun sem runnið hafa umHeiðmerkursvæðið eru komin frá eldvörpum á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka.Elstu hraun á Heiðmörk eru um 7200 ára og hin yngstu frá sögulegum tíma.

 

Blágreni(Picea engelmannii)

Uppmjóttog keilulaga barrtré sem þekkist frá sitkagreni á mjúku barri og öðruvísi lyktsem ekki verður lýst. Það er ekki blátt þrátt fyrir nafnið og hérlend tré eruaf ýmsum uppruna. Það kýs helst meginlandsloftslag og kemst af við minnisumarhita en aðrar grenitegundir. Fyrst gróðursett hérlendis 1905 og eru þautré nú um 18 m há.

 

Kolagröf

Víðaí Heiðmörk má finna kolagrafir sem sýna að á svæðinu hefur verið mikill skógur.Um miðja sextándu öld voru jarðirnar Elliðavatn, Hólmur og Vatnsendi íkonungseign og ábúendur greiddu hluta leigugjalds í viðarkolum, samtals 36tunnur á ári. Til svo mikillar kolagerðar hefur þurft mikinn við og að aukinýttu ábúendur skóginn til eigin þarfa.

 

Smyrill(Falco columbarius)

Smyrillinner minnstur íslenskra ránfugla en samt sá algengasti og verpir um allt land, þóekki á miðhálendinu. Smyrill er rennilegur og ákaflega flugfimur og eltir bráðsína og ef hún er flugfim verður eftirförin hröð. Kvenfuglinn er lítið eittstærri, brúnn að ofan en ljósari á hliðum og bringu en fullorðinn karlfugl erblýgrár að ofan og gulbrúnn að neðan. Goggur er dökkgrár og gulur við nefrót ogfætur gulir. Ungfuglar líkjast kvenfuglum.

 

Rauðgreni(Picea abies)

Grannvaxiðog fíngert barrtré, þekkist sem hið dæmigerða jólatré. Evrópsk grenitegund.Þarf frjóa, deiga jörð og skjól í uppvextinum og því minna ræktað hérlendis íseinni tíð en önnur grenitré. Könglarnir eru stórir og áberandi, 10-15 cmlangir, notaðir til skreytinga.

 

Sitkagreni(Picea sitchensis)

Tréðer kennt við eyjuna Sitka undan vesturströnd Norður-Ameríku. Það verður stærstallra grenitrjáa, sagt geta náð 80 m hæð. Kýs mikinn loftraka og úrkomu oghérlendis vex það best í Skaftafellssýslum. Það hefur vaxið geysivel áHeiðmörk. Er algengt í skóglendi og görðum en verður þó of stórvaxið garðtré.Hæstu grenitré hérlendis eru um 18 m. Þau eru samt bara unglingar, tréð ertalið geta orðið 500 ára.

 

Hrútaberjaklungur(Rubus saxatilis)

Plantanvex helst í kjarrlendi og nafnið klungur merkir þyrnir. Hún er með langar,skriðular tágar, skollareipi, allt að 130 cm á lengd. Stönglarnir uppréttir meðfáum, hvítum blómum. Laufblöðin þrífingruð. Aldinið, hrútaberið er hárautt ogdálítið súrt, nýtist vel til manneldis þar sem mikið vex af plöntunni.

 

Rjúpa(Lagopus mutus)

Rjúpaner eini villti hænsnfuglinn á Íslandi og algeng um allt land. Mikill munur er ásumar- og vetrarbúningi, á sumrin er hún móleit, en þegar líða fer að vetriverður hún nánast alhvít. Á vorin fær karrinn mjög áberandi rauðan kamb ogeinnig heldur hann hvíta litnum lengur. Hann lætur mikið á sér bera og roparmikið í tilhugalífinu þegar hann reynir að tæla kvenfugla á varpsetur sitt.Rödd kvenfuglsins er allt önnur, líkist frekar gelti eða mjálmi. Stofnstærðrjúpunnar gengur í bylgjum sem ekki er nein örugg skýring á.

 

Gulmaðra(Galium verum)

Gulmaðravex víða í þurrum móum og hlíðum. Stöngullinn er stinnur, ferstrendur ograuðleitur neðan til. Laufblöðin mjó og standa í krönsum, blómin gul, í þéttumblómskipunum á efri stöngulgreinum. Öll plantan er sterkilmandi. Rót hennar mánota til að lita rautt og seyði af blómum er sagt gott, svitadrífandi meðal.Gulmaðra var stundum höfð í rúmum og kölluð ólúagras.

 

Loðvíðir(Salix lanata)

Lágur,stundum nær jarðlægur, breiðvaxinn runni, oftast nær allur gráloðinn.Laufblöðin eru oft bylgjuð á jöðrunum og stór axlarblöð einkenna tegundina.Blómin, reklarnir, gulir og áberandi, spretta fyrir laufgun og kallastvíðikettlingar.  Algengur um alltland, vex í ófrjórri jörð eða raklendi. Getur heft sandfok.

 

Skógarþröstur(Turdus iliacus)

Einsog nafnið gefur til kynna þá er kjörlendi þrastarins trjá- eða skógarsvæði,enda hefur honum fjölgað í þéttbýli með aukinni trjárækt. Það er fátt semminnir meira á sumarkomu en söngur þrastarins, þegar hann hefur valið sér staðnálægt hreiðurstað og syngur fyrir elskuna sína. Hann er auðþekktur árauðbrúnum síðum og rákóttri bringu. Þröstur getur verið viðskotaillur nálgistmenn hreiður hans og getur hann átt það til að höggva eins og kría. Hlutiþrastarstofnsins hefur vetursetu og er þá oftast í litlum hópum í byggð ogþiggur matargjafir.

 

Spói(Numenius phaeopus)

Flestirþekkja spóann á löngu bognu nefi sem hentar honum einkar vel í ætisleit í mýrumog móum. Hann er grábrúnn á baki og ofanverðum vængjum en ljósari á kvið, meðblýgráa fætur og gráleitt nef. Raddsvið spóans er mikið og sagt er að spóivelli graut þegar hann syngur sérstaklega í tilhugalífinu. Spóinn kemur tillandsins í byrjun maí og dvelst hér frekar stutt. Spóar fara að hópa sigsíðsumars og eru að mestu farnir í lok ágúst. Íslenski stofninn dvelur að mestuí Vestur-Afríku á vetrum.

 

Blágresi(Geranium sylvaticum)

Vexum allt land í kjarrlendi og gróðusælum lautum, 20-60 cm á hæð.  Blöðin eru handskipt og blómin frekarstór, fjólublá og áberandi. Blágresi er ein hin fegursta og stórvaxnastaíslensk skrautjurt og finnst víða í görðum. Það má hafa hana til litunar og þaraf sprettur nafnið litunargras. Seyði af plöntunni er haft til ýmiss konarlækninga.

 

Blóðberg(Thymus arcticus)

Ofurlítill,ilmsætur, sígrænn hálfrunni með fíngerðum, marggreindum, jarðlægum stönglum.Blómin smá, heilrend og stilklaus, rósrauð í þéttum kolli á greinarendum.Blóðberg er algengt um allt land, vex helst í þurru mólendi þar sem vel nýtursólar. Seyði af því er heilnæmt og hressandi og það er ágæt kryddjurt. Gjarnanhaft í te með öðrum tegundum.

 

Stelkur(Tringa totanus)

Stelkurinner algengur varpfugl á Íslandi. Hann er með áberandi rauðgula fætur ograuðleita nefrót. Að öðru leyti er hann grádökkleitur með svörtum flikrum, enljósari á kvið. Stelkurinn er frekar hávær og alltaf á iði og hefur þann sið aðflögra í hlykkjum á undan þeim sem nálgast unga eða hreiðurstað. Hann hefurþann sérstaka vana að halda vængjum þöndum stutta stund eftir að hann ersestur.

 

Ilmreynir(Sorbus aucuperia)

Meðalhátttré sem vex víða um land á stangli í birkiskógum og er algengt í görðum, hefurverið plantað við bæi síðan í fornöld, einnig í kirkjugarða því reynir er táknsakleysis. Blómin áberandi og ilmandi og aldinin, reyniberin, eldrauð.Sumsstaðar erlendis eru þau til nytja, höfð til sultu- og víngerðar.  Seyði af blöðunum er talið þvagdrífandiog styrkjandi. Reynivið má ekki hafa til bátasmíði, hann er illa naglheldur.

 

Hvítsmári(Trifolium repens)

Hvítsmárivex víða í ræktarlandi, oft í stórum breiðum. Blómin ilmandi, í gulhvítumkolli. Laufblöðin þrífingruð oft með ljósum, bogadregnum bletti þvert yfirsmáblöðin. Þegar skyggir falla þau dálítið saman og dregur það úr útgeislunvarma yfir nóttina. Blöð og stilkar eru vel æt og rótin, seydd í mjólk, bestimatur. Sérstakt gæfumerki þykir að finna smára með fjórskiptum blöðum,fjögurralaufasmára.

 

Sortulyng(Arctostaphylos uva-ursi)

Lyngmeð langar, jarðlægar greinar og þykk, gljáandi, heilrend og sígræn blöð.Blómin eru hvít eða rauðleit. Aldinið er rautt, hnöttótt ber, hvítt að innan,óætt og heitir lúsamulningur. Sortulyng var fyrr notað til að búa til blek,lita ull og verka skinn (súta). Einnig haft til ýmiss konar lækninga.

 

Gvendarbrunnar

ÁHeiðmörk er vatnsöflunarsvæði Reykvíkinga og er öll mörkin vatnsverndarsvæði.Ber því að fara um með varúð og gæta þess að valda ekki mengun. Á svæðum semeru sérstaklega girt eru sjálf vatnsbólin.  Eitt þeirra er Gvendarbrunnar en Guðmundur biskup hinn góðivígði þá.  Þeir voru aðalvatnsbólveitunnar frá 1909 allt til 1980. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 16.júní 1909 og var þá eitt mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í frá þvíland byggðist.

 

Lokasjóður(Rhinanthus major)

Lágvaxin,dökkgræn eða móleit planta með hörðum stöngli og tenntum blöðum. Sníkjujurt árótum annarra plantna. Blómin gul, í gisnum klasa á stöngulendanum. Aldininkringlótt, brúnleit og þóttu minna á peninga, af því kemur nafnið peningagras.Lokasjóður er illa séður í ræktunarlandi, gefur nánast enga uppskeru.

 

Skúfönd(Aythya fuligula)

Skúfurá hnakkanum er helsta einkenni steggsins. Hann er mósvartur á bol og með hvítasíðu og kvið, goggur blágrár. Kollan er dökkbrún að ofan en ljósari á kvið ogoft með hvítt band við nefrót, einnig örlar fyrir skúf á henni. Ekki er nema umein öld síðan skúfönd fór að verpa hér á landi og nú er hún algeng um mest alltláglendi landsins. Hún er áberandi á vetrum þegar hún er í hópum á vötnum ínágrenni Reykjavíkur sem ekki eru ísilögð.

 

Alaskavíðir(Salix alaxensis)

Margstofnatré eða gisinn runni, afar fljótvaxinn við góð skilyrði og því hentugur ískjólbelti og til landnáms á skóglausu landi. Blöðin græn á efra borði ersilfurhvít á því neðra og sést þetta vel þegar vind hreyfir. Alaskavíðir þrífstvel um allt land og er harðgerður.

 

Alaskaösp(Populus trichocarpa)

Hávaxiðog fljótvaxið lauftré frá Alaska. Íslenskar aspir eru komnar frá einum fimmtánbúsvæðum þar og eru því misjafnar. Tréð þarf raka og djúpan og frjóan jarðveg.Það ilmar mjög er það laufgast. Rætur aspa fara víða og virða engin landamæriog eru þær þess vegna miður heppileg garðtré. Asparfræ eru örsmá og með löngsvifhár er nefnast kotún. Viðurinn er mjúkur en ekki sterkur.

 

Himbrimi(Gavia immer)

Himbrimier líklega þekktastur fyrir kraftmikinn söng sem minnir helst á einkennileganhlátur og angurvært gól. Hann er góður sundfugl og dvelur jafnan á vötnum eðasjó enda er hann þannig byggður að hann á erfitt með gang. Kynin eru eins,svört með hvítum tíglum og dílum á baki og hvít rákabelti á hálsi, goggursvartur og minnir á hnífsblað.

 

Tjaldur(Haematopus ostralegus)

Tjaldurer með stærstu vaðfuglum hérlendis og auðþekktur, svartur og hvítur með langtrautt nef, ljósrauða fætur og skærrauð augu. Hann er hávær og hljóð hans erugjallandi köll. Tjaldur er að mestu farfugl en alltaf er eitthvað af fuglum ífjörum suðvestanlands. Hann kemur snemma á varpstöðvar, oft um miðjan apríl.Tjaldur er langlífur og trygglyndur og hjúskapur jafnvel ævilangur.