Jólatrjáasalan opin alla daga

Hægt er að ná sér í íslensk, nýhöggvin jólatré á góðu verði

alla daga vikunnar á Elliðavatni  frá klukkan 10-17

og í nýju, glæsilegu  Jólatrjáasölunni í Kauptúni Garðabæ kl 15-21

(Kauptún um helgar: opið klukkan 10-21)

Um helgina opnar síðan Jólaskógurinn í Hjalladal og að sjálfsögðu verður

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opinn þá.

Dvergschnauzer í jólapeysu á Jólamarkaðnum

Algengt er að hundaeigendur mæti á Jólamarkaðinn  og eru þeir velkomnir með hunda sína -í taumi. Um helgina kom til dæmis fjölskylda með lágvaxna, gæfa tík að nafni Dimma til okkar og var hún klædd jólapeysu. Reyndist þetta vera nokkuð sjaldgæf tegund sem kallast dvergschnauzer.

dimma__markai_11_12_2010

Mikið um að vera hjá Skógræktarfélaginu um helgina!

Það er óhætt að segja að mikið sé um að vera hjá Skógræktarfélaginu á næstunni. Nú styttist í jólin og félagið verður með jólatrjáasölu á þremur stöðum: 1. Jólatrjáasalan í Kauptúni Garðabæ opnar 10. desember.   Þetta er í Kauptúni 3 við hliðina á Bónusi nálægt Ikea og er það í fyrsta sinn sem félagið er…

Lesa meira...

Dagskrá Jólamarkaðarins um næstu helgi

Þriðja  helgi Jólamarkaðarins á Elliðavatni er framundan og verður mikið um að vera eins og áður, öll söluborð pöntuð og fjölbreytt íslenskt handverk í boði. Við vekjum athygli á að engar tvær helgar eru eins, því sölufólk kemur og fer og stoppar mislengi við. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um handverksfólkið á skrifstofu félagsins og hjá umsjónarmanni með…

Lesa meira...

Sigurður og Drottningarnar

2._helgi_012

Hér sést harmonikkusveitin Sigurður og Drottningarnar  spila í Gamla salnum um liðna helgi. Með harmonikkuleikurunum kemur, að margra mati, hin eina sanna jólastemmning á markaðinn. Þeir leika fyrir gesti alla markaðsdaga fram að jólum.

Dagskrá sunnudagsins á Jólamarkaðnum

Sunnudagur 5. desember: Opið klukkan 11-17. Hestaleiga. Teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn kl 13-15. Klukkan  13 í Gamla sal:  Einar Kárason les úr bókinni Mér er skemmt. Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund. Varðeldur og upplestur. Hendrikka Waage les úr Rikku og töfrahringnum á Indlandi. Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Sigurður og…

Lesa meira...