Jólaskógurinn vinsæli opnar á nýjum stað!

Jólaskógurinn verður nú opinn á nýjum stað eða í Grýludal við Hjallabraut (sjá kort). Þar eru þúsundir glæsilegra jólatrjáa við allra hæfi.  Fyrirkomulagið verður annars það sama og áður: Opið klukkan 11-16 tvær helgar fyrir jól. Jólatré að eigin vali, verð 6.000 krónur. Jólasveinar, kakó, piparkökur og varðeldur. Tilvalið fyrir fjölskylduna að velja sitt eigið…

Details

Dagskrá næstu helgar á markaðnum

Laugardagur 10. desember Klukkan 13:  Sr Solveig Lára Guðmundsdóttir les úr Aðgát skal höfð í nærveru sálar í Gamla sal. Klukkan 14:  Bryndís Björgvinsdóttir les úr Flugunni sem stöðvaði heiminn í Rjóðrinu. Klukkan 15:  Harmonikkusveitin Fönix spilar fyrir gesti í Gamla sal. Klukkan 14-15:  Teymt undir börnum í hestagerði. Íslenski Hesturinn ehf.      Sunnudagur…

Details

Dagskráin um næstu helgi á Jólamarkaðnum

Laugardagur 3. desember: Klukkan  13:  Guðmundur Andri Thorsson les úr Valeyrarvalsinum í Gamla sal. Klukkan 14:  Margrét Örnólfsdóttir les úr bókinni Með heiminn í vasanum í Rjóðrinu. Klukkan 15:  Harmonikkuhjónin Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson í Gamla sal. Klukkan 14-15:  Hestaleiga. Teymt undir börnum í hestagerði. Íslenski Hesturinn ehf.      Sunnudagur 4. desember:…

Details

Tveir góðir á Hlaðinu

Þessir tveir biðu þolinmóðir undir tröpputrjám á Hlaðinu um helgina á meðan fjölskyldan skoðaði vinsælu spilin í jólahúsi Stefáns Péturs Sólveigarsonar. Stefán Pétur verður hjá okkur fram að jólum. Við höfum ekki nafn fjölskylduföðursins, en hundurinn heitir Bassi og er enskur labrador.

Dagskráin á Jólamarkaðnum um næstu helgi

Jólamarkaðurinn Elliðavatni  verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin  frá klukkan 11-17. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er  fjöldi íslenskra…

Details