Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022 Miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.   Dagskrá aðalfundar: Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Kosningar samkvæmt félagslögum. Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins. Önnur mál, sem fram eru borin. Að loknum fundarstörfum flytur Gústaf Jarl Viðarsson erindi um kolefnisbindingu í Heiðmörk.  …

Details

Nemar í vöruhönnun dvelja í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur á í gjöfullu samstarfi við Listaháskóla Íslands. Nemar úr ýmsum deildum skólans heimsækja viðarvinnslu félagsins í Heiðmörk og fá kynningu á starfsemi félagsins og þeim afurðum sem unnar eru úr skóginum. Samstarfið er Skógræktarfélaginu mikilvægt enda markmið þess að stuðla að skógarmenningu í sem víðustum skilningi. Fyrirséð er að efniviður úr skógi mun…

Details

Fjölmörg áhugaverð erindi á fagráðstefnu skógræktar

Um 150 sóttu í fagráðstefnu skógræktar í vikunni, í Haukadal. Þeirra á meðal flestir starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur.   Gústaf Jarl Viðarsson, einn af starfsmönnum félagsins, flutti erindi um rannsókn sína á kolefnisforða og kolefnisbindingu í Heiðmörk. Rannsóknin er lokaverkefni í M.Sc. námi við skógfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands.   Reynsla af verkefninu getur hjálpað til við mat…

Details

Takk fyrir ánægjulegan gönguskíðavetur!

Snjó hefur tekið upp í Heiðmörk undanfarna daga og ekki hægt að troða frekari brautir eins og staðan er. Svo framarlega sem það gerir ekki almennilegt páskahret, hefur vélsleðanum verið lagt að sinni. Mögulega er þó enn hægt að finna einstaka skafla fyrir utanbrautarskíði. Við hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur þökkum fyrir ánægjulegan gönguskíðavetur. Mikil umferð gönguskíðafólks…

Details

Efniviður úr skógi – Opið hús í Smiðjunni 21. mars

Mánudaginn 21. mars kl. 16-18 er opið hús í viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur í Smiðjunni í Heiðmörk. Tilefnið er að Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnd 21. mars sem alþjóðadag skóga. Í ár er lögð sérstök áhersla á 12 heimsmarkmiðið: Ábyrg neysla og framleiðsla. Í Smiðjunni (sjá viðburð og staðsetningu hér) gefst tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér…

Details

Fjölmargir njóta skíðagöngu í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur ekki farið varhluta af vaxandi áhuga almennings á skíðagöngu. Mikill fjöldi fólks flykist í Heiðmörk til að njóta útiveru á gönguskíðum í skóginum en aðstæður hafa verið góðar nú seinni hluta vetrar enda snjóalög með eindæmum mikil. Sífellt fleiri sækjast eftir þeirri hollu og endurnærandi hreyfingu sem felst í skíðagöngu. Ástæður vinsældanna…

Details

Skógur sem vörn gegn hugsýki

Skógur sem vörn gegn hugsýki – og fleiri eymslum: Hvað segja vísindin? er umfjöllunarefni Aðalsteins Sigurgeirssonar í skemmtilegum og einkar áhugaverðum hlaðvarpsþætti í Hlöðunni hlaðvarpsveitu Bændablaðsins (tengill hér). Aðalsteinn er varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og fagmálastjóri hjá Skógræktinni og þekkir manna best þau margvíslegu áhrif sem skógar hafa. Hér gerir hann úttekt á þeim jákvæðu áhrifum…

Details

Skíðagöngudagur í Heiðmörk

Laugardaginn 12. febrúar, klukkan 12 til 15 efna Skógræktarfélagið og Skíðagöngufélagið Ullur til skíðagöngudags fyrir alla fjölskylduna við Elliðavatnsbæinn. Gestum, börnum og fullorðnum gefst kostur á að fá lánuð gönguskíði til að prófa og börnum verður boðið upp á leiðsögn og að taka þátt í skíðaleikjum. Kaffi & kakósala á staðnum. Ekkert kostar að vera…

Details

Loksins gönguskíðafæri í Heiðmörk

20 sentimetra jafnfallinn snjór var í Heiðmörk á þriðjudagsmorgun þegar starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur mættu til vinnu. Loksins hægt að troða gönguskíðabrautir og prófa nýju gönguskíðabrautina sem liggur frá Elliðavatnsbænum.   Búið er að ryðja veginn að Elliðavatnsbænum, framhjá Rauðhólum og yfir brúna við Helluvatn. Hann er því fær bílum. Hins vegar er ófært um Heiðmerkurveg…

Details