Allt á fullu í jólaundirbúningi

Nú er aðventan á næsta leyti og allt komið á fullt hjá félaginu að undirbúa bæði Jólamarkaðinn á Elliðavatni og Jólaskóginn í Grýludal, auk þess sem félagið útvegar ýmsum aðilum skreytitré af ýmsum stærðum. Hér má sjá starfsmenn félagsins að störfum að fást við jólatré af stærri gerðinni. jolatrejolatre2

Gróðursetning í Esjuhlíðum

Gott haustveður undanfarna daga hefur hentað mjög vel að gróðursetninga og voru starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur að gróðursetja 30. þúsundustu plöntuna í Esjuhlíðum og er þar með búið að leggja drög að hinum myndarlegasta birkiskógi þar.

esja_haust_2012

Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur glaðbeittir að störfum í Esjuhlíðum. F.v. Daði, Sverri, Gabríel, Gústaf, Daníel og Arnar fremst (Mynd: Skógræktarfélag Reykjavíkur).

Tæki og tól til sýnis

Skógræktarfélag Reykjavíkur var með tvær vélar til sýnis á Tækjasýningu Garðheima, sem haldin var 27. september. Annars vegar var um að ræða sérhæfða útkeyrsluvél og hins vegar eldiviðarvél. tsyning

Náttúruskóli Reykjavíkur í heimsókn

Vaskur hópur barna af leikskólanum Rofaborg kom í skógarferð upp í Heiðmörk í dag undir leiðsögn Helenu Óladóttur, verkefnisstjóra Náttúruskólans. Þau voru svo heppin að hitta á starfsmenn Veiðimálastjóra við rannsóknir í Elliðavatni, sem leyfðu þeim að handleika fiskana sem verið var að rannsaka og fannst þeim það mjög gaman. leikskoli1leikskoli2

Haustverkin

Starfsmenn skógræktarfélagsins eru þessa dagana við haustgróðursetningar landgræðsluplantna í Esjuhlíðum. Á myndinni eru frá vinstri þeir Arnar, Daríus, Wojciech og Daníel í góðum gír í sólinni.esjahaust

Norskt skógræktarfólk í heimsókn

Hópur norsks skógræktarfólks frá Sogni og Fjörðunum var nýverið á ferðinni á Íslandi að kynna sér skógarmál hérlendis. Kom hópurinn í heimsókn á Heiðmörk þar sem gestirnir fengu kynningu á skógræktarfélögunum. Norski hópurinn fékk sér hádegisverð í Gamla salnum með starfsfólki Skógræktarfélags Íslands og nokkrum starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur (Mynd:ES). Að hádegisverði loknum hlýddu gestirnir á…

Lesa meira...

Framkvæmdir í Esjuhlíðum

Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur umsjón með útivistarsvæði Reykjavíkur í Esjuhlíðum. Undanfarið hefur verið unnið að því að leggja braut meðfram göngustígum upp á Esjuna. Er hún lögð til að björgunarsveitir geti komist fljótt og örugglega til hjálpar ef einhver verður fyrir óhappi á gönguleiðinni, en gönguleiðin er mikið notuð af almenningi. Pokasjóður og Reykjavíkurborg styrkja þessa…

Lesa meira...

Borgartréð 2012

Borgartréð 2012 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn þann 18. ágúst og er það 112 ára gamall gljávíðir í garði Hressingarskálans við Austurstræti. Garðurinn við Hressingarskálann er einn þekktasti einkagarður frá lokum nítjándu aldar og stóð við hús Árna Thorsteinssonar landfógeta í Reykjavík frá 1862. Garðurinn var nýttur til skrauts og nokkurra nytja og var…

Lesa meira...