Andlát: Anna Sigrún Böðvarsdóttir

Anna Sigrún Böðvarsdóttir lést sl. laugardag og verður jarðsungin í dag, föstudaginn 20. september. Anna Sigrún ásamt fjölskyldu sinni annaðist um Elliðavatnsbæinn um árabil fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur. Gerði hún það af alúð og á þann hátt að þetta menningarhús héldi sem best reisn sinni.

Skógræktarfélag Reykjavíkur færir Sigurði Sigfússyni og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur.annasigrunbodvarsdottir

Samstarfsamningur Skógræktarfélags Reykjavíkur og Garðabæjar

Þann 23 Ágúst var tekið  á móti gestum í Vífilsstaðahlíð með veitingum í boði Skógræktarfélags Reykjavíkur. Við það tækifæri undirrituðu Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélags Reykjvíkur samstarfsamning milli Garðabæjar og félagsins um rekstur á Garðabæjarhluta Heiðmerkur.1226_minni_minni

Borgartréð 2013 útnefnt

Borgartréð 2013 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. september en það er ilmbjörk, íslenskt birki, í garði Ásmundarsafns. Þær Ingrid Sveinsson, eiginkona Ásmundar Sveinssonar og Anna Sveinsdóttir systir hans, gróðursettu tréð á hvítasunnu árið 1944. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, útnefndi tréð í glampandi sól og Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður ásamt börnum úr leikskólanum Laufásborg…

Lesa meira...

Borgartréð í Reykjavík 2013

Borgartréð 2013 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. september en það er Ilmbjörk, íslenskt birki í garði Ásmundarsafns. Þær Ingrid Sveinsson, eiginkona Ásmundar Sveinssonar og Anna Sveinsdóttir systir hans gróðursettu tréð á hvítasunnu árið 1944. Tréð stendur á besta stað í garðinum. Það greinist í sex greinar og hefur þjónað nokkrum kynslóðum Reykvíkinga…

Lesa meira...

Trén í Laugardal – fræðsluganga

Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20 standa Grasagarðurinn, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Borgargarðar í Laugardal fyrir göngu þar sem ræktunarsaga Laugardalsins verður kynnt og trén og annar gróður skoðaður.
Um leiðsögn sjá þeir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, og Hannes Þór Hafsteinsson, náttúrufræðingur og starfsmaður Borgargarða.
Gangan hefst við aðalinnganginn. Verið velkomin.

Ljósmyndarar Google Maps í Heiðmörk

Ljósmyndarar frá Google Maps voru á ferðinni í Heiðmörk um daginn til að taka myndir. Á myndinni er hinn írski Alan að stilla myndavélarnar  á hlaðinu við Elliðavatn.

Myndirnar eiga að verða aðgengilegar á Google Maps að nokkrum vikum liðnum.google_map

Nytjamarkaður á Heimaási við Elliðavatn

Helgina 17. – 18. ágúst verður haldin nytjamarkaður að Elliðavatni í Heiðmörk á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur, opið verður frá kl. 10 -16.     Allt milli himins og jarðar er vel þegið á markaðinn, hvetjum fólk til að taka til í geymslum, bílskúrum og skúmaskotum. Tekið verður á móti framlögum vikuna fyrir markaðshelgina. Skiptimarkaður á plöntum…

Lesa meira...

Fuglaskoðun við Elliðavatn

Skógræktarfélagið stóð í samvinnu við Fuglavernd  fyrir fuglaskoðun við Elliðavatn fimmtudaginn 4. júlí, þar sem Edward Rickson fræddi gesti um fugla af augljósum áhuga og á lifandi og skemmtilegan hátt. fuglaskodun1Edward Rickson fræðir gesti um fugla við Helluvatn (Mynd:SR). fuglaskodun2 Fuglaáhugamenn á bæjarhól Elliðavatns (Mynd:SR).

Landnemar á ferðinni

Á dögunum voru á ferðinni í Heiðmörk þær Kristín Norðfjörð, Guðrún Erla Björgvinsdóttir og Rannveig Thoroddsen, sem eru allar félagar í Soroptimistafélagi Íslands. Félagið hefur ræktað fallegan skógarlund í landnemareit sínum í Hrossabrekkum á Heiðmörk. soroptimistar