Tré júlímánaðar – Silfurreynir

Tré júlímánaðar er silfurreynir  (Sorbus intermedia) í garði við Skólavörðustíg 4ab. Húsið  var byggt árið 1901, en þar var lengi Hannyrðaverslunin Baldursbrá sem margir eldri borgarar kannast við. Núverandi eigendur eru Hannes Lárusson og Kristín Magnúsdóttir. Eyjólfur Eyfells listmálari og Ingibjörg kona hans gróðursettu silfurreyninn um 1920, en þau eignuðust húsið 1919 og bjuggu í því til…

Details

Vinnuskólinn fær sér sundsprett í Elliðavatni

Krakkarnir í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa púlað undanfarnar vikur í Heiðmörk við að snyrta kringum göngustíga, grisja skóg, smíða göngubrýr og bekki og margt fleira. Einn sólheitan sumardag fengu þau sér sundsprett í Elliðavatni og á eftir var boðið upp á grillaða sykurpúða.

Details

Skógarganga í Vífilsstaðahlíð

Fimmtudagskvöldið 17. júlí klukkan 20 stendur Skógræktarfélg Reykjavíkur fyrir göngu í Vífilsstaðahlíð. Það er Kristján Bjarnason garðykjufræðingur sem leiðir gönguna og segir frá trjásafninu í Vífilsstaðahlíð en þar var byrjað að planta árið 1958. Allir eru velkomnir, mæting á bílastæðinu í Vífilsstaðahlíð klukkan 20.00.        

Details

Tré júnímánaðar

Húsið var byggt árið 1929 og talið að gullregnið hafi verið gróðursett á 5. áratugnum. Eigendur eru Halla Rannveig Halldórsdóttir og Pálmi Haraldsson. Undanfarin sumur voru hlý og vorið 2008 er sérstaklega sólríkt og hagstætt öllum gróðri. Þess má sjá merki um alla borgina því trjágróður er í miklum vexti og tré og runnar blómstra…

Details