Svipmyndir frá Jólamarkaðnum um liðna helgi

Mikill fjöldi heimsótti Jólamarkaðinn á  Elliðavatni um helgina og gerði sér glaðan dag í Heiðmörk. Á Hlaðinu er mikið úrval tröpputrjáa um hverja helgi og fara vinsældir þeirra vaxandi. Sumir eru að koma í þriðja sinn og fá sér tröpputré og erum við hjá Skógræktarfélaginu að sjálfsögðu ánægð með það! Þá er jólatrjáasalan hafin af fullum…

Details

Helgardagskráin

Laugardagur 5. desember Klukkan 12.30:  Smárinn -harmonikkuleikur Klukkan 13.00:  Vilborg Davíðsdóttir les úr Auði Klukkan 14.00:  Barnastund í Rjóðrinu. Helena Ólafsdóttir með eld og leiki. Margrét Örnólfsdóttir les úr Aþenu. Klukkan 15.00:  Johnny Stronghands spilar delta-blús   Sunnudagur 6. desember Klukkan 12.30:  Dragspilsdrottningar -harmonikkuleikur Klukkan 13.00:  Steinar Bragi les úr Himinninn yfir Þingvöllum Klukkan 14.00:  Barnastund…

Details

Dagskrá helgarinnar

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opnar um helgina.  Í Gamla salnum verður opin kaffistofa og til sölu margskonar handverk og efni beint úr skóginum.  Á Hlaðinu logar eldur í arni og þar verða jólatré, tröpputré , greinar og eldiviður til sölu. Í söluskúrum og í Kjallaranum er síðan fjölbreytilegt úrval af íslensku handverki. Dagskrá helgarinnar að öðru…

Details

Jólamarkaðurinn opnar um næstu helgi!

Nú er allt að verða tilbúið fyrir Jólamarkaðinn á Elliðavatni  sem opnar á laugardaginn. Hér má fræðast  um markaðinn en helgardagskráin verður auglýst þegar nær dregur: http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=view&id=102&Itemid=70

Details

Nýr Esjubæklingur

Skógræktarfélagið hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með  fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.Hægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar  í borginni.   Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttur.

Details

Jólakransagerð á Elliðavatni 25. nóvember

Jólakransagerð Lærðu að binda þinn eigin jólakrans á útidyrahurðina eða fyrir aðventuna úr furu og greni, skreytta með könglum, mosa, birki eða öðrum efnum. Kennari: Auður Árnadóttir blómaskreytir.   Staður:  Elliðavatn, Gamli salur. Stund: Miðvikudagur 25. nóvember klukkan 19-22. Efni innifalið en ef þátttakendur vilja koma með eigið efni til að skreyta með er það…

Details

Vel heppnuð Freysteinsvaka

Fjölmennt var á Freysteinsvökunni 7. nóvember. Á meðfygjandi myndum sem Ragnhildur Freysteinsdóttir tók má sjá Jón Geir Pétursson í pontu og Varsjárbandalagið í ham.

Freysteinsvaka

Skógræktarfélagið heldur  Freysteinsvöku á Elliðavatni laugardaginn 7. nóvember  kl. 13-17. Umfjöllunarefnið verður náttúrufræðingurinn Freysteinn heitinn Sigurðsson og hin fjölbreytilegu áhugamál hans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Viðtal við Árna Hjartarson um vökuna í Samfélaginu í nærmynd: http://dagskra.ruv.is/ras1/4485882/2009/11/04/3/ Endurflutt viðtal við Freystein í þætti Steinunnar Harðardóttur Út um græna grundu: http://dagskra.ruv.is/ras1/4492937/2009/11/07

Details

Næst-hæsta eik landsins

Bergsveinn Þórsson á Akureyri sendi okkur mynd af 5,35 metra hárri eik ásamt Jóni Hilmari Magnússyni eiganda sínum í garði við Hafnarstræti 63 og teljum við að þarna sé fundin næst-hæsta eik landsins.  Í spjalli við Jón Hilmar kom fram að hann fékk akörn frá Hanover í Þýskalandi sem týnd voru í skógi skammt utan borgarinnar…

Details

Viltu selja íslenskt handverk á Jólamarkaðnum?

Nú styttist í að Jólamarkaðurinn  á Elliðavatni verði opnaður og verið er að leigja söluaðstöðu fyrir framleiðendur á handverki af ýmsum gerðum. Markaðurinn nýtur vaxandi vinsælda og áætlum við að um 10.000 manns hafi heimsótt okkur í fyrra síðustu fjórar helgarnar fyrir jól. http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=view&id=102&Itemid=70 Ef þú vilt slást í hópinn og selja vandað íslenskt handverk hringdu…

Details