Tónleikunum frestað til morguns!
Tónleikarnir í Dropanum sem áttu að vera í kvöld hefur verið frestað um sólarhring vegna veðurs. Spáin er betri fyrir morgundaginn.
Tónleikarnir í Dropanum sem áttu að vera í kvöld hefur verið frestað um sólarhring vegna veðurs. Spáin er betri fyrir morgundaginn.
Í kvöld tekur Ferðafélag Íslands á móti gestum í reit sínum efst við Heiðarveg. Þaðan verður gengið með leiðsögn eftir skógarstíg um hinn glæsilega reit Ferðafélagsins, sem er með þeim elstu í Heiðmörk. Síðan liggur leiðin í reit Norðmanna og er stutt móttaka þar með kaffiveitingum í “hyttu”þeirra á Torgeirsstöðum. Það er milt og gott veður í…
DetailsFjöskylduhátíð á Vígsluflöt 13:00 Formaður flytur ávarp 13:10 Borgarstjóri flytur ræðu og gróðursetur tré 13:30 Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi (orienteering) Þrautabraut Skógarleikir Helenu Óladóttur Brasstríóið Masa Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur Lúpínuviðureign á milli fylkinga Tréskurðarlistamenn að störfum Gómsætar veitingar á góðu verði
DetailsRáðstefna um Heiðmörk í Gamla salnum á Elliðavatni 14:00 Formaður setur ráðstefnu. 14:10 Verðmætamat Heiðmerkur – Daði Már Kristófersson og Kristín Eiríksdóttir 14:50 Áhrif skógræktar á vatn og vatnsgæði – Bjarni Diðrik Sigurðsson 15:20 Hlé. Nýbakað kerfilsbrauð og silungur úr vatninu. 15:40 Deiliskipulag Heiðmerkur – Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson. 16:20 Framtíðarsýn – Lena Rut Kjartansdóttir og…
DetailsÞriðjudag 22. júní klukkan 20 verður fræðsluganga í Heiðmörk á bökkum Elliðavatns með Helgu Sigmundsdóttur, en hún er nýútskrifuð í umhverfisskipulagi frá LHÍ. Lokaverkefni Helgu fjallar um sögu og skipulag þessa svæðis og tekur hún sérstaklega fyrir dularfulla brú sem kölluð var Steinboginn og er núna öll undir yfirborði vatnsins, skammt frá gamla bænum. Fyrir…
DetailsGunnarshátíð í Haukadal Í tilefni þess að Gunnar Freysteinsson skógfræðingur hefði orðið fertugur í ár boða Skógfræðingafélag Íslands og vinir og vandamenn til Gunnarshátíðar í Haukadal sunnudaginn 27. júní, en Gunnar lést af slysförum árið 1998. Allir velkomnir. Dagskrá:Kl. 11:00 Vinna og skemmtunSafnast saman. Gróðursetning og umhirða í Gunnarslundi. Kl. 13:00 Bara skemmtun Setning og ávarp: Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður…
DetailsHér fylgir dagskrá afmælisvikunnar, en hún verður nánar auglýst þegar nær dregur:
Skógræktarfélag Reykjavíkur færði Þresti Ólafssyni formanni tré að gjöf í tilefni 70 ára afmælis hans og voru trén gróðursett í “Þrastarlund” við Vatnsveituveg þann 6. júní síðastliðinn. Mætti þá stjórn félagsins ásamt fjölskyldum sínum og gróðursettu í sameiningu.
Myndin hér að neðan var tekin í byrjun maí þegar fór að hlýna að ráði sunnanlands. Snjórinn á hásléttu Esjunnar að bráðna og Gljúfurá íí Gljúfurdal vestan Þverfellshorns í töluverðum vexti. Fróðir menn spá heitasta ári frá upphafi mælinga.