Upplestur í Rjóðrinu
Þórarinn Eldjárn las úr bók sinni og Sigrúnar Eldjárn: Árstíðirnar í Barnastund í Rjóðrinu um síðustu helgi.
Þórarinn Eldjárn las úr bók sinni og Sigrúnar Eldjárn: Árstíðirnar í Barnastund í Rjóðrinu um síðustu helgi.
Harmonikkuleikarar koma á hverju ári á Jólamarkaðinn og spila fyrir gesti við miklar vinsældir. Hér birtist mynd af Smáranum sem spilaði úti á Hlaði á laugardaginn þrátt fyrir 10 stiga frost!
Barnakór úr Norðlingaskóla söng nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna tónmenntakennara við opnun markaðarins á laugardaginn. Við þökkum kórnum kærlega fyrir komuna og þá jólastemningu sem honum fylgdi. Sjá líka: http://www.nordlingaskoli.is/index.php?option=com_expose&Itemid=2&album=240&photo=5
DetailsHinn eini sanni Elvis Íslands tók nokkra elvisslagara um síðustu helgi, meðal annars lagið Blue Christmas.
Hin vinsæla Sirrý spákona heldur til í Spákonukjallaranum á Elliðavatni alla markaðsdaga fram að jólum. Á myndinni sést hún í pásu um síðustu helgi, umkringd tröpputrjám.
Jólamarkaðurinn Elliðavatni Verið hjartanlega velkomin á opnun Jólamarkaðarins á laugardaginn klukkan 11 – 17. Fullt af fallegu íslensku handverki og glæsileg dagskrá alla helgina – kakó og vöfflur, harmónikkuleikur, rithöfundar lesa upp og Barnastundin á sínum stað í Rjóðrinu kl 14 við snarkandi eld! Nánar um dagskrána: Laugardagur 27. nóvember Klukkan 11.30 á Hlaðinu: Barnakór…
DetailsJólamarkaðurinn á Elliðavatni verður opnaður laugardaginn 27. nóvember og síðan opið allar helgar fram að jólum. Erum þessa dagana að bóka söluborð á markaðnum og hvetjum alla áhugasama hönnuði og handverksmenn til að hafa samband við félagið sem fyrst! Sími 8560058 og [email protected] [email protected]
Fyrsta sérhæfða útkeyrsluvél í skógi (skodare) á landinu var tekin í notkun í Heiðmörk í gær. Hingað til hefur verið notast við traktorsspil og traktorsvagna þegar trjábolir eru fluttir úr skógi. Útkeyrsluvélinni fylgir mikill vinnusparnaður auk þess sem hún fer vel með skógarbotn og er á ýmsan annan hátt umhverfisvæn. Hún er sænsk af gerðinni Alstor…
DetailsÁrni Einarsson fuglaáhugamaður hefur nú í tvígang séð keldusvín á bökkum Elliðavatns, nánar tiltekið við læk einn sem rennur í vatnið að austanverðu. Sem kunnugt er hefur alveg tekið fyrir varp keldusvíns á seinni árum hér á landi og tengja menn það bæði þverrandi votlendi og lifnaðarháttum minksins. Stöku sinnum koma þó flækingar til landsins og…
Details